Framleiðslu Indlandsbílsins Suzuki Maruti hætt Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2014 15:11 Suzuki Maruti 800. Sá bíll sem segja má að hafi komið Indverjum inní bílaöldina er sannarlega Suzuki Maruti, en hann hefur verið framleiddur í nær óbreyttri mynd í 31 ár. Þessi bíll hefur frá upphafi verið knúinn 37 hestafla 0,8 lítra vél en hún er einmitt ástæðan fyrir því að nú verður að hætta framleiðslu bílsins. Vélin stenst ekki lengur mengunarkröfur í Indlandi. Saga Suzuki í Indlandi er hreint mögnuð en á tímabili átti Suzuki nær 90% bílamarkaðarins þar í landi, en nú er markaðshlutdeild Suzuki komin niður í um 43%. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa áttað sig á því hversu stór markaður er fyrir bíla í landinu fjölmenna og því fer hlutdeild Suzuki lækkandi. meira en 60% af framleiðslu Suzuki í heiminum öllum er seld í Indlandi. Heildarframleiðsla Suzuki er um 2,9 milljón bílar og tæplega 1,9 milljónir þeirra eru seldir í Indlandi. Suzuki hefur alls framleitt 2,7 milljónir eintaka af Suzuki Maruti og í ljósi verðs hans í Indlandi er ekki nema von að hann hafi verið vinsæll en þar kostar hann 435.000 krónur. Enn er hægt að fá bílinn í Indlandi en það mun ekki standa lengi og allt eins víst að barist verði um síðustu eintök hans. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent
Sá bíll sem segja má að hafi komið Indverjum inní bílaöldina er sannarlega Suzuki Maruti, en hann hefur verið framleiddur í nær óbreyttri mynd í 31 ár. Þessi bíll hefur frá upphafi verið knúinn 37 hestafla 0,8 lítra vél en hún er einmitt ástæðan fyrir því að nú verður að hætta framleiðslu bílsins. Vélin stenst ekki lengur mengunarkröfur í Indlandi. Saga Suzuki í Indlandi er hreint mögnuð en á tímabili átti Suzuki nær 90% bílamarkaðarins þar í landi, en nú er markaðshlutdeild Suzuki komin niður í um 43%. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa áttað sig á því hversu stór markaður er fyrir bíla í landinu fjölmenna og því fer hlutdeild Suzuki lækkandi. meira en 60% af framleiðslu Suzuki í heiminum öllum er seld í Indlandi. Heildarframleiðsla Suzuki er um 2,9 milljón bílar og tæplega 1,9 milljónir þeirra eru seldir í Indlandi. Suzuki hefur alls framleitt 2,7 milljónir eintaka af Suzuki Maruti og í ljósi verðs hans í Indlandi er ekki nema von að hann hafi verið vinsæll en þar kostar hann 435.000 krónur. Enn er hægt að fá bílinn í Indlandi en það mun ekki standa lengi og allt eins víst að barist verði um síðustu eintök hans.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent