Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Akureyri 30-27 | ÍBV tók annað sætið af Val Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 16. febrúar 2014 00:01 Eyjamenn unnu þægilegan sigur gegn Akureyringum í frestuðum leik úr 10. umferð Olís-deildar karla. Með sigrinum komu Eyjamenn sér í 2. sætið eftir að hafa tapað því til Valsmanna í seinasta leik. Í byrjun leiks skiptust liðin á að skora og hafa forystuna og virtist engin þreyta vera í mönnum þrátt fyrir að hafa spilað á fimmtudaginn. Kristján Orri Jóhannsson var hrókur alls fagnaðar í liði gestanna en markmönnum Eyjamanna tókst ekki að verja eitt einasta skot frá honum í dag en hann skoraði átta mörk. Í stöðunni 10-10 skildu leiðir og komust Eyjamenn þá fljótlega í þriggja marka forystu en Akureyringum tókst að minnka muninn fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 16-14 í hálfleik. Í seinni hálfleik tókst gestunum að jafna metin og var staðan orðin 18-18. Þá settu Eyjamenn í næsta gír og skoruðu fimm mörk gegn engu á fimm mínútna kafla. Bæði lið ákváðu í lokin að taka úr umferð einn leikmann andstæðinganna en þeir Bjarni Fritzson og Róbert Aron urðu fyrir valinu í dag. Akureyringum tókst að minnka muninn niður í tvö mörk en þá fékk Þrándur Gíslason rauða spjaldið fyrir brot á Róberti Aroni Hostert. Gunnar Óli og Bjarki, dómarar leiksins ræddu málin lengi vel og komust svo að þeirri niðurstöðu að vísa Þrándi af velli. Seinustu mínútur leiksins urðu svo auðveldar fyrir Eyjamenn sem að sigldu loks í hús þriggja marka sigri og komu sér með því upp í 2. sætið þar sem þeir munu sitja þegar að seinasti þriðjungur deildarkeppninnar fer í gang.Heimir: Hefðum léttilega getað náð jafntefli „Það er smá þreyta í okkur og smá þyngsli í rassinum. Ég er ánægður með strákana en ungu strákarnir fóru aðeins fram úr sér í lokin,“ sagði Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, eftir þriggja marka tap sinna manna í Vestmannaeyjum í dag. „Við hefðum léttilega getað náð jafntefli í lokin, þeir voru í stökustu vandræðum með að skora seinustu sjö mínúturnar,“ bætti Heimir við. „Þessir leikir sem sitja í manni eru til dæmis leikurinn gegn Eyjamönnum heima og seinni hálfleikurinn gegn Val sem var afhroð,“ sagði Heimir en hann bætti við að það þyrfti einungis nokkra sigra til þess að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Arnar: Batamerki á liðinu „Þetta var hörkuleikur, Akureyringarnir eru á góðu róli og hafa verið að spila vel. Það er gott að landa góðum sigri eins og hér í dag,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara Eyjamanna, eftir sigur sinna manna gegn leikmönnum Akureyrar í dag. „Við vorum að spila mjög vel í dag og við erum gríðarlega ánægðir með strákana, það eru batamerki í okkar leik sérstaklega eftir mjög erfiða tvo síðustu leiki. Það er mikilvægt og skemmtilegt að vera í þessu öðru sæti þó svo að allir vilji vera í því fyrsta,“ sagði Arnar en hann segir mætinguna í seinustu tvo leiki hafa verið frábæra. „Mér fannst við helst vera að bæta okkur í sóknarleiknum, það var meiri hreyfing á okkur og margir hlutir sem gengu frábærlega upp, við leystum þetta allt ágætlega,“ sagði Arnar en hann segir að seinustu sjö leikirnir verði skemmtilegir og vonar að liðið haldi áfram að bæta sig eins og þeir hafa gert undanfarið. Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Sjá meira
Eyjamenn unnu þægilegan sigur gegn Akureyringum í frestuðum leik úr 10. umferð Olís-deildar karla. Með sigrinum komu Eyjamenn sér í 2. sætið eftir að hafa tapað því til Valsmanna í seinasta leik. Í byrjun leiks skiptust liðin á að skora og hafa forystuna og virtist engin þreyta vera í mönnum þrátt fyrir að hafa spilað á fimmtudaginn. Kristján Orri Jóhannsson var hrókur alls fagnaðar í liði gestanna en markmönnum Eyjamanna tókst ekki að verja eitt einasta skot frá honum í dag en hann skoraði átta mörk. Í stöðunni 10-10 skildu leiðir og komust Eyjamenn þá fljótlega í þriggja marka forystu en Akureyringum tókst að minnka muninn fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 16-14 í hálfleik. Í seinni hálfleik tókst gestunum að jafna metin og var staðan orðin 18-18. Þá settu Eyjamenn í næsta gír og skoruðu fimm mörk gegn engu á fimm mínútna kafla. Bæði lið ákváðu í lokin að taka úr umferð einn leikmann andstæðinganna en þeir Bjarni Fritzson og Róbert Aron urðu fyrir valinu í dag. Akureyringum tókst að minnka muninn niður í tvö mörk en þá fékk Þrándur Gíslason rauða spjaldið fyrir brot á Róberti Aroni Hostert. Gunnar Óli og Bjarki, dómarar leiksins ræddu málin lengi vel og komust svo að þeirri niðurstöðu að vísa Þrándi af velli. Seinustu mínútur leiksins urðu svo auðveldar fyrir Eyjamenn sem að sigldu loks í hús þriggja marka sigri og komu sér með því upp í 2. sætið þar sem þeir munu sitja þegar að seinasti þriðjungur deildarkeppninnar fer í gang.Heimir: Hefðum léttilega getað náð jafntefli „Það er smá þreyta í okkur og smá þyngsli í rassinum. Ég er ánægður með strákana en ungu strákarnir fóru aðeins fram úr sér í lokin,“ sagði Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, eftir þriggja marka tap sinna manna í Vestmannaeyjum í dag. „Við hefðum léttilega getað náð jafntefli í lokin, þeir voru í stökustu vandræðum með að skora seinustu sjö mínúturnar,“ bætti Heimir við. „Þessir leikir sem sitja í manni eru til dæmis leikurinn gegn Eyjamönnum heima og seinni hálfleikurinn gegn Val sem var afhroð,“ sagði Heimir en hann bætti við að það þyrfti einungis nokkra sigra til þess að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Arnar: Batamerki á liðinu „Þetta var hörkuleikur, Akureyringarnir eru á góðu róli og hafa verið að spila vel. Það er gott að landa góðum sigri eins og hér í dag,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara Eyjamanna, eftir sigur sinna manna gegn leikmönnum Akureyrar í dag. „Við vorum að spila mjög vel í dag og við erum gríðarlega ánægðir með strákana, það eru batamerki í okkar leik sérstaklega eftir mjög erfiða tvo síðustu leiki. Það er mikilvægt og skemmtilegt að vera í þessu öðru sæti þó svo að allir vilji vera í því fyrsta,“ sagði Arnar en hann segir mætinguna í seinustu tvo leiki hafa verið frábæra. „Mér fannst við helst vera að bæta okkur í sóknarleiknum, það var meiri hreyfing á okkur og margir hlutir sem gengu frábærlega upp, við leystum þetta allt ágætlega,“ sagði Arnar en hann segir að seinustu sjö leikirnir verði skemmtilegir og vonar að liðið haldi áfram að bæta sig eins og þeir hafa gert undanfarið.
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Sjá meira