Hagnaður Coca-Cola hrynur Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. febrúar 2014 17:05 Hlutabréfaverð í Coca-Cola, stærsta gosdrykkjaframleiðanda heims, hefur fallið meira á síðustu dögum en það hefur gert undanfarin 2 ár. Þetta kemur fram í umfjöllun Businessweek af málinu. Lækkunina má að miklu leyti rekja til samdráttar í eftirspurn í Bandaríkjunum og hægari vaxtar á nýjum mörkuðum en gert hafði verið ráð fyrir. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi lækkaði um 8,4% og salan dróst saman um 3,6% á sama tíma. Gosdrykkjaframleiðandinn hefur lýst því yfir að hann muni reyna að skera niður í rekstri sínum um einn milljarða bandaríkjadala árlega fram til ársins 2016 til að mæta fyrrgreindum áföllum. Hagræðingarnar munu einna helsta lýsa sér í heildarendurskoðun á markaðsherferðum fyrirtækisins. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar eru fjárfestar óvissir um árangur aðgerðanna því hlutabréfaverð í Coca-Cola féll um 4,3% við opnun markaða í New York. Verð bréfanna féll um 5,8% á liðnu ári, en verð bréfa Pepsi co., helsta keppinautar Coca-Cola, féll einnig um 5,8% á sama tímabili. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hlutabréfaverð í Coca-Cola, stærsta gosdrykkjaframleiðanda heims, hefur fallið meira á síðustu dögum en það hefur gert undanfarin 2 ár. Þetta kemur fram í umfjöllun Businessweek af málinu. Lækkunina má að miklu leyti rekja til samdráttar í eftirspurn í Bandaríkjunum og hægari vaxtar á nýjum mörkuðum en gert hafði verið ráð fyrir. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi lækkaði um 8,4% og salan dróst saman um 3,6% á sama tíma. Gosdrykkjaframleiðandinn hefur lýst því yfir að hann muni reyna að skera niður í rekstri sínum um einn milljarða bandaríkjadala árlega fram til ársins 2016 til að mæta fyrrgreindum áföllum. Hagræðingarnar munu einna helsta lýsa sér í heildarendurskoðun á markaðsherferðum fyrirtækisins. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar eru fjárfestar óvissir um árangur aðgerðanna því hlutabréfaverð í Coca-Cola féll um 4,3% við opnun markaða í New York. Verð bréfanna féll um 5,8% á liðnu ári, en verð bréfa Pepsi co., helsta keppinautar Coca-Cola, féll einnig um 5,8% á sama tímabili.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira