Allir bílar tali saman Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2014 09:51 Sú tækni er nú þegar til staðar að bílar sendi upplýsingar til nærliggjandi bíla til að afstýra hættu. Líklega er þess ekki langt að bíða að allir bílar verði svo búnir, en það er að minnsta kosti stefna Umferðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NHTSA. Með slíkum búnaði sendir hver bíll boð til nærliggjandi bíla í nokkur hundruð metra radíus og það tíu sinnum á sekúndu. Með þessu má vara bílstjóra við bílum sem sjást illa, t.d. handan horns þar sem hús er á milli. Einnig getur þessi búnaður varað ökumann við ef of nálægt er farið öðrum bílum eða of hratt nálgast hægfara eða kyrrstæða bíla. Umferðaröryggisstofnunin segir að þessi búnaður geti komið í veg fyrir 70-80% allra umferðarslysa. Bent hefur verið á að sú tíðni sem sendar bílanna nota, 5,9 GHz, sé of nálaægt bylgjulengd WiFi-tengdra tölva og eigi það til að trufla þær. Framleiðendur eru í viðræðum við tölvuiðnaðinn svo leysa megi þetta bagalega vandamál. Miklar prófanir hafa þegar verið gerðar á þessum sendibúnaði milli bíla og hefur hann reynst vel. Tengja má þennan búnað við stjórntæki hvers bíls og forða með því enn fleiri óhöppum, en þannig búnir eru bílar orðnir langt að því sjálfkeyrandi. Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent
Sú tækni er nú þegar til staðar að bílar sendi upplýsingar til nærliggjandi bíla til að afstýra hættu. Líklega er þess ekki langt að bíða að allir bílar verði svo búnir, en það er að minnsta kosti stefna Umferðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NHTSA. Með slíkum búnaði sendir hver bíll boð til nærliggjandi bíla í nokkur hundruð metra radíus og það tíu sinnum á sekúndu. Með þessu má vara bílstjóra við bílum sem sjást illa, t.d. handan horns þar sem hús er á milli. Einnig getur þessi búnaður varað ökumann við ef of nálægt er farið öðrum bílum eða of hratt nálgast hægfara eða kyrrstæða bíla. Umferðaröryggisstofnunin segir að þessi búnaður geti komið í veg fyrir 70-80% allra umferðarslysa. Bent hefur verið á að sú tíðni sem sendar bílanna nota, 5,9 GHz, sé of nálaægt bylgjulengd WiFi-tengdra tölva og eigi það til að trufla þær. Framleiðendur eru í viðræðum við tölvuiðnaðinn svo leysa megi þetta bagalega vandamál. Miklar prófanir hafa þegar verið gerðar á þessum sendibúnaði milli bíla og hefur hann reynst vel. Tengja má þennan búnað við stjórntæki hvers bíls og forða með því enn fleiri óhöppum, en þannig búnir eru bílar orðnir langt að því sjálfkeyrandi.
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent