Toyota fimmfaldar hagnaðinn Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2014 14:30 Úr samsetningaverksmiðju Toyota. Vel gekk hjá japanska bílaframleiðandanum Toyota á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Hagnaður af rekstri fimmfaldaðist á tímabilinu og er það helst að þakka lækkandi gengi japanska yensins. Söluaukning Toyota á fjórða ársfjórðungi nam 10% og seldi Toyota 2.317.000 bíla á þessum þremur mánuðum. Hagnaðurinn var 579 milljarðar króna. Japanska yenið lækkaði um 23% í fyrra og hefur það ekki bara hjálpað Toyota heldur öllum japönsku bílaframleiðendunum. Hagnaður Toyota er talinn verða jafnmikill á árinu 2013 og hagnaður GM og Volkswagen til samans. Þegar Toyota gerir upp rekstrarár sitt við lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs, sem er í sjálfu sér undarlegt bókhald, er gert ráð fyrir að fyrirtækið skili 2.100 milljarða króna hagnaði sem yrði 14% meiri hagnaður en upphaflegar áætlanir Toyota hljóðuðu uppá. Vel gekk hjá Toyota að selja bíla í Bandaríkjunum, en hún jókst um 7,4% árið 2013 og nam 2,24 milljónum bíla. Búist er við 100.000 bíla aukningu í ár þar. Enn betur gekk í Kína en þar jókst salan um 9,2% og seldust þar 917.500 bílar. Þar ætlar Toyota að selja 1,1 milljón bíla í ár. Salan í Evrópu var 824.000 bílar og jókst um 8% milli ára. Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent
Vel gekk hjá japanska bílaframleiðandanum Toyota á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Hagnaður af rekstri fimmfaldaðist á tímabilinu og er það helst að þakka lækkandi gengi japanska yensins. Söluaukning Toyota á fjórða ársfjórðungi nam 10% og seldi Toyota 2.317.000 bíla á þessum þremur mánuðum. Hagnaðurinn var 579 milljarðar króna. Japanska yenið lækkaði um 23% í fyrra og hefur það ekki bara hjálpað Toyota heldur öllum japönsku bílaframleiðendunum. Hagnaður Toyota er talinn verða jafnmikill á árinu 2013 og hagnaður GM og Volkswagen til samans. Þegar Toyota gerir upp rekstrarár sitt við lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs, sem er í sjálfu sér undarlegt bókhald, er gert ráð fyrir að fyrirtækið skili 2.100 milljarða króna hagnaði sem yrði 14% meiri hagnaður en upphaflegar áætlanir Toyota hljóðuðu uppá. Vel gekk hjá Toyota að selja bíla í Bandaríkjunum, en hún jókst um 7,4% árið 2013 og nam 2,24 milljónum bíla. Búist er við 100.000 bíla aukningu í ár þar. Enn betur gekk í Kína en þar jókst salan um 9,2% og seldust þar 917.500 bílar. Þar ætlar Toyota að selja 1,1 milljón bíla í ár. Salan í Evrópu var 824.000 bílar og jókst um 8% milli ára.
Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent