Mazda, Subaru og Mitsubishi græða Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2014 14:45 Subaru hagnaðist mest af japönsku fyrirtækjunum þremur. Japönsku bílaframleiðendunum gengur vel þessa dagana enda njóta þau mjög lækkunar yensins sem féll um 24% í fyrra. Mazda hagnaðist um 58 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og er hagnaðurinn nú 163% meiri en á sama ársfjórðungi árið 2012. Sala Mazda bíla jókst um 15% og nam 322.000 bílum á þessum þremur mánuðum. Mazda spáir góðu uppgjöri við enda uppgjörsársins, sem endar 31. mars, eða 122 milljarða hagnaði sem myndi þá þrefalda hagnaðinn frá fyrra ári. Mazda áætlar að selja 1,325 bíla í ár, 7% meira en í fyrra. Subaru hagnaðist um 90 milljarða á síðasta ársfjórðungi og sexfaldaðist hagnaður fyrirtækisins milli ára. Subaru seldi bíla af miklum móð í Bandaríkjunum en hluti hagnaðar Subaru nú er vegna sölu á snjóbílaframleiðsluhluta fyrirtækisins. Mitsubishi hagnaðist um 46 milljarða króna, sem er fjórum sinnum meira en árið á undan. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna þriggja á síðasta ársfjórðungi var því 194 milljarðar og víst að þau munu öll skila flottu ársuppgjöri og þetta ár lítur mjög vel út hjá þeim öllum. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent
Japönsku bílaframleiðendunum gengur vel þessa dagana enda njóta þau mjög lækkunar yensins sem féll um 24% í fyrra. Mazda hagnaðist um 58 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og er hagnaðurinn nú 163% meiri en á sama ársfjórðungi árið 2012. Sala Mazda bíla jókst um 15% og nam 322.000 bílum á þessum þremur mánuðum. Mazda spáir góðu uppgjöri við enda uppgjörsársins, sem endar 31. mars, eða 122 milljarða hagnaði sem myndi þá þrefalda hagnaðinn frá fyrra ári. Mazda áætlar að selja 1,325 bíla í ár, 7% meira en í fyrra. Subaru hagnaðist um 90 milljarða á síðasta ársfjórðungi og sexfaldaðist hagnaður fyrirtækisins milli ára. Subaru seldi bíla af miklum móð í Bandaríkjunum en hluti hagnaðar Subaru nú er vegna sölu á snjóbílaframleiðsluhluta fyrirtækisins. Mitsubishi hagnaðist um 46 milljarða króna, sem er fjórum sinnum meira en árið á undan. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna þriggja á síðasta ársfjórðungi var því 194 milljarðar og víst að þau munu öll skila flottu ársuppgjöri og þetta ár lítur mjög vel út hjá þeim öllum.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent