Flottasta bílauppboðið Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2014 12:29 Ekki fer illa um bílana í Le Grand Palais höllinni. Jalopnik Efnuðustu bílsafnarar heims flykkjast nú til Parísar til að krækja í gæsilega forngripi sem verða boðnir upp á vegum bílauppboðs Bonham í Le Grand Palais. Sjaldan hafa bílar verið boðnir upp á flottari stað en þessum og vel viðrar um dýrgripina í rúmri höllinni. Bílarnir sem þarna verðir boðnir upp eiga einmitt skilið að vera í svo glæstu umhverfi sem þessi og eru margir hverjir í stíl við glæsileikann þar. Mikið er um sportbíla og keppnisbíla á þessu uppboði í bland við fallega ameríska bíla frá gullaldarárum stóru drekanna. Uppboðið hófst í dag kl. 10:30 og víst er að stórar upphæðir munu skipta um hendur á þessu einstaka uppboði. Sjaldséðir dýrgripir verða boðnir upp.Ekki eru alliur bílarnir eldgamlir en samt komnir á virðulegan aldur.Glæsilegir bílar í glæsilegri höll. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent
Efnuðustu bílsafnarar heims flykkjast nú til Parísar til að krækja í gæsilega forngripi sem verða boðnir upp á vegum bílauppboðs Bonham í Le Grand Palais. Sjaldan hafa bílar verið boðnir upp á flottari stað en þessum og vel viðrar um dýrgripina í rúmri höllinni. Bílarnir sem þarna verðir boðnir upp eiga einmitt skilið að vera í svo glæstu umhverfi sem þessi og eru margir hverjir í stíl við glæsileikann þar. Mikið er um sportbíla og keppnisbíla á þessu uppboði í bland við fallega ameríska bíla frá gullaldarárum stóru drekanna. Uppboðið hófst í dag kl. 10:30 og víst er að stórar upphæðir munu skipta um hendur á þessu einstaka uppboði. Sjaldséðir dýrgripir verða boðnir upp.Ekki eru alliur bílarnir eldgamlir en samt komnir á virðulegan aldur.Glæsilegir bílar í glæsilegri höll.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent