Enn minni jepplingur frá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2014 13:45 Hinn laglegast jepplingur. Bílaframleiðendur keppast við að bjóða smáa jepplinga en svo virðist sem mikil eftirspurn sé eftir þannig bílum nú um stundir. Volkswagen hefur haft í sölu Tiguan jepplinginn til nokkurs tíma, en í bígerð er enn minni jepplingur sem fengið hefur nafnið Taigun. Þessi bíll var fyrst sýndur sem hugmyndabíll í október á árið 2012 á bílasýningu í Sao Paulo í Brasilíu. Hann mun sjást aftur nær endanlegri útfærslu bílsins á bílasýningu í Nýju Delí í Indlandi bráðlega. Bíllinn er með smárri 1,0 lítra forþjöppudrifinni dísilvél, 108 hestöfl og verður mjög sparneytinn. Eyðsla bílsins verður 4,7 lítrar á hverja 100 kílómetra. Hann er samt enginn aumingi og kemst í hundraðið á 9,2 sekúndum og er með hámarkshraðann 185 km/klst. Bíllinn mun aðeins fást með 6 gíra beinskiptingu, væntanlega til að halda niðri verði hans. Hann er mjög léttur, eða aðeins 995 kíló. Volkswagen segir að þrátt fyrir að bíllinn sé í smærra lagi sé bæði höfuð- og fótarými í bílnum yfrið. Það er ástæða fyrir því að bíllinn verður sýndur í Indlandi en Volkswagen ætlar honum stóra hluti þar í landi og mun líklega fyrst setja hann á markað þar. Ekki er ljóst hvenær framleiðsla hefst á Volkswagen Taigun.Einfaldur en framúrstefnulegur að innan.Laglegur frá öllum hliðum. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent
Bílaframleiðendur keppast við að bjóða smáa jepplinga en svo virðist sem mikil eftirspurn sé eftir þannig bílum nú um stundir. Volkswagen hefur haft í sölu Tiguan jepplinginn til nokkurs tíma, en í bígerð er enn minni jepplingur sem fengið hefur nafnið Taigun. Þessi bíll var fyrst sýndur sem hugmyndabíll í október á árið 2012 á bílasýningu í Sao Paulo í Brasilíu. Hann mun sjást aftur nær endanlegri útfærslu bílsins á bílasýningu í Nýju Delí í Indlandi bráðlega. Bíllinn er með smárri 1,0 lítra forþjöppudrifinni dísilvél, 108 hestöfl og verður mjög sparneytinn. Eyðsla bílsins verður 4,7 lítrar á hverja 100 kílómetra. Hann er samt enginn aumingi og kemst í hundraðið á 9,2 sekúndum og er með hámarkshraðann 185 km/klst. Bíllinn mun aðeins fást með 6 gíra beinskiptingu, væntanlega til að halda niðri verði hans. Hann er mjög léttur, eða aðeins 995 kíló. Volkswagen segir að þrátt fyrir að bíllinn sé í smærra lagi sé bæði höfuð- og fótarými í bílnum yfrið. Það er ástæða fyrir því að bíllinn verður sýndur í Indlandi en Volkswagen ætlar honum stóra hluti þar í landi og mun líklega fyrst setja hann á markað þar. Ekki er ljóst hvenær framleiðsla hefst á Volkswagen Taigun.Einfaldur en framúrstefnulegur að innan.Laglegur frá öllum hliðum.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent