Tesla Model S gegn Chevrolet Corvette Stingray Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2014 09:30 Mikið var látið með nýja kynslóð Corvettu í fyrra í Bandaríkjunum og töldu margir mikinn draumabíl þar fram kominn. Er hann líka 8 strokka tryllitæki, sem Bandaríkjamenn hafa átt í ástarsambandi við lengi. Annar bíll sem framleiddur er í Bandaríkjunum er ekki með neinn strokk, er drifinn áfram af rafmagnsmótorum og heitir Tesla Model S. Skyldi sá bíll eiga einhvern séns í Chevrolet Corvette Stingray í kvartmílu? Af uppgefnum afkastatölum að dæma ætti svo ekki að vera. Corvettan er 460 hestöfl, vegur aðeins 1,497 kíló og á að vera 3,8 sekúndur í hundraðið. Teslan hinsvegar er 416 hestöfl, vegur 2.110 kíló og á komast í hundraðið á 4,2 sekúndum. En hver þeir vinnur kvartmíluna þegar þeim er att saman á þar til gerðri braut. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði og gæti komið sumum á óvart. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
Mikið var látið með nýja kynslóð Corvettu í fyrra í Bandaríkjunum og töldu margir mikinn draumabíl þar fram kominn. Er hann líka 8 strokka tryllitæki, sem Bandaríkjamenn hafa átt í ástarsambandi við lengi. Annar bíll sem framleiddur er í Bandaríkjunum er ekki með neinn strokk, er drifinn áfram af rafmagnsmótorum og heitir Tesla Model S. Skyldi sá bíll eiga einhvern séns í Chevrolet Corvette Stingray í kvartmílu? Af uppgefnum afkastatölum að dæma ætti svo ekki að vera. Corvettan er 460 hestöfl, vegur aðeins 1,497 kíló og á að vera 3,8 sekúndur í hundraðið. Teslan hinsvegar er 416 hestöfl, vegur 2.110 kíló og á komast í hundraðið á 4,2 sekúndum. En hver þeir vinnur kvartmíluna þegar þeim er att saman á þar til gerðri braut. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði og gæti komið sumum á óvart.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent