Honda flytur meira út en inn til BNA Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2014 10:30 Framleiðsla Honda Accord í Marysville í Bandaríkjunum. Honda er fyrsti japanski bílaframleiðandinn sem flytur út meira af bílum frá Bandaríkjunum en til landsins. Í fyrra flutti Honda út 108.705 Honda og Acura bíla frá Bandaríkjunum, en flutti inn 88.357 slíka frá öðrum löndum, aðallega frá Japan. Innflutningur Honda til Bandaríkjanna hefur verið á hraðri niðurleið á undanförnum árum. Árið 2008 flutti Honda inn 187.000 bíla þangað en aðeins um 20.000 bíla þaðan. Árið 2012 flutti Honda inn 136.000 bíla en 74.000 út þaðan. Nú hefur þetta snúist við og straumurinn liggur út. Útflutningur Honda frá Bandaríkjunum er til alls 50 landa og fara flestir þeirra til Mexíkó. Honda framleiddi 1,3 milljónir bíla í fyrra í Bandaríkjunum og hefur aldrei framleitt fleiri bíla þar. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent
Honda er fyrsti japanski bílaframleiðandinn sem flytur út meira af bílum frá Bandaríkjunum en til landsins. Í fyrra flutti Honda út 108.705 Honda og Acura bíla frá Bandaríkjunum, en flutti inn 88.357 slíka frá öðrum löndum, aðallega frá Japan. Innflutningur Honda til Bandaríkjanna hefur verið á hraðri niðurleið á undanförnum árum. Árið 2008 flutti Honda inn 187.000 bíla þangað en aðeins um 20.000 bíla þaðan. Árið 2012 flutti Honda inn 136.000 bíla en 74.000 út þaðan. Nú hefur þetta snúist við og straumurinn liggur út. Útflutningur Honda frá Bandaríkjunum er til alls 50 landa og fara flestir þeirra til Mexíkó. Honda framleiddi 1,3 milljónir bíla í fyrra í Bandaríkjunum og hefur aldrei framleitt fleiri bíla þar.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent