Eigandi Brembo á 140 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2014 14:15 Enginn framleiðandi bremsubúnaðar er líklega þekktari en Brembo. Brembo er ítalskt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Bergamo og forstjóri þess og stærsti eigandi er Alberto Bombassei. Hann er ekki beint á flæðiskeri staddur, en 53,5% eign hans í Brembo er 140 milljarða króna virði. Fyrirtækið fór á markað í Mílanó árið 1995, en Alberto hefur samt haldið meirihlutaeigu í Brembo og hyggst ekki láta hann af hendi. Brembo framleiðir bremsur fyrir marga af virtustu bílaframleiðendum heims og það þykir ávallt vísa á gott ef bíll er útbúinn bremsubúnaði frá Brembo. Brembo var stofnað árið 1961 og útvegaði Alfa Romeo bremsur frá 1964. Síðan bættust BMW, Ferrari, Chrysler, Lancia, Mercedes Benz, Nissan og Porsche við. Í dag er vart sá bílaframleiðandi sem ekki kaupir bremsubúnað í einhvern af sínum bílum, auk þess sem Brembo framleiðir bremsur fyrir stóran hluta af keppnisbílum heimsins. Í verksmiðjum Brembo starfa 6.000 manns og Brembo er með framleiðslu í 9 löndum utan Ítalíu, þ.e. Brasilíu, Kína, Japan, Mexíkó, Bandaríkjunum, Póllandi, Svíþjóð, Spáni og Bretlandi. Brembo hagnaðist um 209 milljarða króna árið 2012 og því má ætla að Alberto hafi greitt sér út vænan hagnað í fyrra, sem bætist við auð hans í formi hlutabréfa í Brembo og forstjóralauna. Víst er að Alberto Bombassei þarf ekki að vera á bremsunni þegar kemur að því að gera vel við sjálfan sig. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent
Enginn framleiðandi bremsubúnaðar er líklega þekktari en Brembo. Brembo er ítalskt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Bergamo og forstjóri þess og stærsti eigandi er Alberto Bombassei. Hann er ekki beint á flæðiskeri staddur, en 53,5% eign hans í Brembo er 140 milljarða króna virði. Fyrirtækið fór á markað í Mílanó árið 1995, en Alberto hefur samt haldið meirihlutaeigu í Brembo og hyggst ekki láta hann af hendi. Brembo framleiðir bremsur fyrir marga af virtustu bílaframleiðendum heims og það þykir ávallt vísa á gott ef bíll er útbúinn bremsubúnaði frá Brembo. Brembo var stofnað árið 1961 og útvegaði Alfa Romeo bremsur frá 1964. Síðan bættust BMW, Ferrari, Chrysler, Lancia, Mercedes Benz, Nissan og Porsche við. Í dag er vart sá bílaframleiðandi sem ekki kaupir bremsubúnað í einhvern af sínum bílum, auk þess sem Brembo framleiðir bremsur fyrir stóran hluta af keppnisbílum heimsins. Í verksmiðjum Brembo starfa 6.000 manns og Brembo er með framleiðslu í 9 löndum utan Ítalíu, þ.e. Brasilíu, Kína, Japan, Mexíkó, Bandaríkjunum, Póllandi, Svíþjóð, Spáni og Bretlandi. Brembo hagnaðist um 209 milljarða króna árið 2012 og því má ætla að Alberto hafi greitt sér út vænan hagnað í fyrra, sem bætist við auð hans í formi hlutabréfa í Brembo og forstjóralauna. Víst er að Alberto Bombassei þarf ekki að vera á bremsunni þegar kemur að því að gera vel við sjálfan sig.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent