Norskir fjölmiðlar greina frá því að norsku bikarmeistararnir í Molde séu á góðri leið með að fá Björn Bergmann Sigurðarson frá Wolves.
Björn Bergmann hefur ekkert spilað á árinu og hefur verið fullyrt að hann vilji komast í burtu frá Wolves.
Líklegt er að Björn Bergmann verði í fyrstu lánaður til Molde sem eigi þá forkaupsrétt á honum í sumar. Fullyrt er í frétt VG að Björn Bergmann sé með 92 milljónir króna í grunnlaun á ári hjá Wolves.
Tor Ole Skullerud tók við starfi Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóri Molde þegar sá síðarnefndi fór til Cardiff City. Sá síðarnefndi tók tvo leikmenn með sér þangað - þá Mats Möller Dæhli og Jo Inge Berget.
Lilleström, gamla félags Björns, hafði einnig áhuga á að fá kappann aftur í sínar raðir samkvæmt norskum miðlum. Félagið seldi Björn Bergmann til Wolves árið 2012 fyrir 370 milljónir króna.
Björn Bergmann á leið aftur til Noregs

Tengdar fréttir

Meiri samkeppni fyrir Björn Bergmann
Enska C-deildarliðið Wolves hefur gengið frá kaupum á sóknarmanninum Leon Clarke frá Coventry.

Solbakken ætlar ekki að kaupa Björn Bergmann
Ståle Solbakken, stjóri FC Kaupmannahafnar, hefur staðfest að félagið ætli ekki að reyna að fá Björn Bergmann Sigurðarson til félagsins í vetur.

Björn boðinn í skiptum fyrir leikmann Coventry
Staðarblaðið Coventry Telegraph fullyrðir í dag að enska C-deildarliðið Wolves vilji bjóða Coventry Björn Bergmann Sigurðarson í skiptum fyrir leikmann liðsins.