Auður 85 manna jafn mikill og eignir helmings mannkyns Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. janúar 2014 11:30 Frá Allahabad á Indlandi. Nordicphotos/AFP Í nýrri skýrslu frá hjálparsamtökunum Oxfam er skorað á auðkýfingana, sem koma saman á ráðstefnu í Davos í Sviss nú í vikunni, að gera sitt til þess að draga úr misskiptingu auðs í heiminum. Í skýrslunni kemur fram að 85 auðugustu menn heims eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns, alls 3,5 milljarðar manna. Margir af þessum 85 mönnum eru nú í vikunni á leiðinni til Davos til að taka þátt í hinni árlegu ráðstefnu um efnahagshorfur í heiminum. Í skýrslunni er meðal annars skorað á þátttakendur á samkomunni í Davos að hætta að koma sér hjá því að greiða skatta, hætta að nota auð sinn til að hafa áhrif á stjórnmálamenn, birta opinberlega allar fjárfestingar í fyrirtækjum sínum og sjóðum og skora á stjórnvöld að nota skatttekjur til að tryggja heilsugæslu, menntun og almannatryggingum fyrir alla íbúa lands síns. Fram kemur í skýrslunni að sjö af hverjum tíu jarðarbúum búa í landi þar sem efnahagsleg misskipting hefur aukist á síðustu þrjátíu árum. Bent er á að Alþjóðlega efnhagsráðið, sem heldur samkomurnar í Davos, hafi komist að þeirri niðurstöðu að sá gríðarlegi tekjumunur, sem farið hefur vaxandi í heiminum á síðustu árum, sé meðal þess sem helst ógnar lífsháttum jarðarbúa á næstu misserum. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í nýrri skýrslu frá hjálparsamtökunum Oxfam er skorað á auðkýfingana, sem koma saman á ráðstefnu í Davos í Sviss nú í vikunni, að gera sitt til þess að draga úr misskiptingu auðs í heiminum. Í skýrslunni kemur fram að 85 auðugustu menn heims eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns, alls 3,5 milljarðar manna. Margir af þessum 85 mönnum eru nú í vikunni á leiðinni til Davos til að taka þátt í hinni árlegu ráðstefnu um efnahagshorfur í heiminum. Í skýrslunni er meðal annars skorað á þátttakendur á samkomunni í Davos að hætta að koma sér hjá því að greiða skatta, hætta að nota auð sinn til að hafa áhrif á stjórnmálamenn, birta opinberlega allar fjárfestingar í fyrirtækjum sínum og sjóðum og skora á stjórnvöld að nota skatttekjur til að tryggja heilsugæslu, menntun og almannatryggingum fyrir alla íbúa lands síns. Fram kemur í skýrslunni að sjö af hverjum tíu jarðarbúum búa í landi þar sem efnahagsleg misskipting hefur aukist á síðustu þrjátíu árum. Bent er á að Alþjóðlega efnhagsráðið, sem heldur samkomurnar í Davos, hafi komist að þeirri niðurstöðu að sá gríðarlegi tekjumunur, sem farið hefur vaxandi í heiminum á síðustu árum, sé meðal þess sem helst ógnar lífsháttum jarðarbúa á næstu misserum.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent