Góður ársfjórðungur Peugeot-Citroën Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2014 09:54 Peugeot 2008 selst vel í Kína. Síðustu ár hafa ekki verið mjög fengsælt franska bílafyrirtækinu PSA/Peugeot-Citroën, en síðasti ársfjórðungur nýliðins árs er þó ljós í myrkrinu. Á ársfjórðungnum jókst salan um 4% þrátt fyrir að salan á árinu 2013 í heild hafi minnkað um 5%. Heildarsala PSA/Peugeot-Citroën í fyrra nam 2,82 milljón bílum, sem er ekki svo lítil tala og því telst PSA enn meðal stærri bílaframleiðenda. Góð sala á síðasta ársfjórðungi er ekki síst að þakka mikilli eftirspurn eftir Peugeot 2008 og 308 bílum og Citroën C4L í Kína, en Kínamarkaður er mjög vaxandi hjá frönsku samstæðunni. Þó salan sé fín í Kína féll salan á heimamarkaði í Evrópu meira í fyrra en hjá nokkrum öðrum þeirra 10 stærstu bílaframleiðenda sem selja bíla í Evrópu. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent
Síðustu ár hafa ekki verið mjög fengsælt franska bílafyrirtækinu PSA/Peugeot-Citroën, en síðasti ársfjórðungur nýliðins árs er þó ljós í myrkrinu. Á ársfjórðungnum jókst salan um 4% þrátt fyrir að salan á árinu 2013 í heild hafi minnkað um 5%. Heildarsala PSA/Peugeot-Citroën í fyrra nam 2,82 milljón bílum, sem er ekki svo lítil tala og því telst PSA enn meðal stærri bílaframleiðenda. Góð sala á síðasta ársfjórðungi er ekki síst að þakka mikilli eftirspurn eftir Peugeot 2008 og 308 bílum og Citroën C4L í Kína, en Kínamarkaður er mjög vaxandi hjá frönsku samstæðunni. Þó salan sé fín í Kína féll salan á heimamarkaði í Evrópu meira í fyrra en hjá nokkrum öðrum þeirra 10 stærstu bílaframleiðenda sem selja bíla í Evrópu.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent