Vefsalan hjá Lax-Á að fara í gang Karl Lúðvíksson skrifar 23. janúar 2014 09:41 Það er gífurlega fallegt við Stóru Laxá. Mynd/lax-a.is Það styttist í að vefsala Lax-Á fari af stað á vefnum agn.is en salan á veiðileyfum þar á bæ er búin að vera mjög góð síðustu daga. Framboðið af ám er minna en í fyrra en þrátt fyrir það er salan meiri og mikið er sótt í þau svæði þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir í húsi. Vinsæl svæði eru t.d. Sog Syðri Brú, Tannastaðatangi í Soginu og Svartá. Stóra Laxá er svo gott sem uppseld og þeir veiðimenn sem ætla að reyna að komast í hana á komandi veiðisumri ætti að hafa hraðar hendur. Veiðin í fyrra var 1776 laxar sem er ótrúleg veiði á alla mælikvarða en það friðunarátak sem nú stendur yfir í ánni ætti vonandi að skila fleiri sterkum sumrum í náinni framtíð. Þeir sem veiddu Stóru Laxá í fyrra haust sögðu að mikið hefði verið af laxi í sumum hyljum hennar og nokkuð margir vænir lágu þar inn á milli eins og alltaf í þessari rómuðu stórlaxaá. Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Það styttist í að vefsala Lax-Á fari af stað á vefnum agn.is en salan á veiðileyfum þar á bæ er búin að vera mjög góð síðustu daga. Framboðið af ám er minna en í fyrra en þrátt fyrir það er salan meiri og mikið er sótt í þau svæði þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir í húsi. Vinsæl svæði eru t.d. Sog Syðri Brú, Tannastaðatangi í Soginu og Svartá. Stóra Laxá er svo gott sem uppseld og þeir veiðimenn sem ætla að reyna að komast í hana á komandi veiðisumri ætti að hafa hraðar hendur. Veiðin í fyrra var 1776 laxar sem er ótrúleg veiði á alla mælikvarða en það friðunarátak sem nú stendur yfir í ánni ætti vonandi að skila fleiri sterkum sumrum í náinni framtíð. Þeir sem veiddu Stóru Laxá í fyrra haust sögðu að mikið hefði verið af laxi í sumum hyljum hennar og nokkuð margir vænir lágu þar inn á milli eins og alltaf í þessari rómuðu stórlaxaá.
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði