Fyrsti BMW i8 ónýtur Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 14:45 Þar fór 19 milljón króna bíll fyrir lítið. BMW er ekki enn byrjað að selja rafmagnsbílinn BMW i8 en það hefur ekki komið í veg fyrir að sá fyrsti hafi verið eyðilagður í umferðaróhappi. Það var starfsmaður BMW sem afrekaði það á þýskri hraðbraut við prófanir á bílnum. Hann hefur ef til vill ekki gert sér grein fyrir afli bílsins. Þó hann sé nokkuð stór bíll er hann víst minna en 4,5 sekúndur í hundraðið. Starfsmaðurinn missti stjórn á bílnum í bleytu, rakst á vegrið milli akreina og rann svo aftur á vegrið hinu megin vegarins. Bíllinn er víst ónýtur ef óhappið. Það er ekki ódýrt óhapp því BMW i8 kemur til með að kosta um 19 milljónir króna þegar hann fer í sölu. Þessi bíll eyðir ekki nema 2,5 lítrum á hverja 100 kílómetra en er samt 350 hestöfl. Hann er bæði knúinn af rafmótorum og venjulegri brunavél og kemst fyrstu 35 kílómetrana á rafmagni einu saman. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
BMW er ekki enn byrjað að selja rafmagnsbílinn BMW i8 en það hefur ekki komið í veg fyrir að sá fyrsti hafi verið eyðilagður í umferðaróhappi. Það var starfsmaður BMW sem afrekaði það á þýskri hraðbraut við prófanir á bílnum. Hann hefur ef til vill ekki gert sér grein fyrir afli bílsins. Þó hann sé nokkuð stór bíll er hann víst minna en 4,5 sekúndur í hundraðið. Starfsmaðurinn missti stjórn á bílnum í bleytu, rakst á vegrið milli akreina og rann svo aftur á vegrið hinu megin vegarins. Bíllinn er víst ónýtur ef óhappið. Það er ekki ódýrt óhapp því BMW i8 kemur til með að kosta um 19 milljónir króna þegar hann fer í sölu. Þessi bíll eyðir ekki nema 2,5 lítrum á hverja 100 kílómetra en er samt 350 hestöfl. Hann er bæði knúinn af rafmótorum og venjulegri brunavél og kemst fyrstu 35 kílómetrana á rafmagni einu saman.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent