Óþarfi að örvænta segir þjálfari Woods Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. janúar 2014 22:37 Tiger Woods var langt frá sínu besta í gær. vísir/AP Þjálfari Tiger Woods segir að það sé óþarfi fyrir aðdáendur hans að örvænta þrátt fyrir skelfilega byrjun á árinu. Woods féll úr leik á Farmers Insurance mótinu á PGA-mótaröðinni í gær. Woods lék þriðja hringinn í mótinu á 79 höggum sem er einn versti hringur hans á ferlinum. Woods virkaði mjög ryðgaður og þarf að bæta sig mikið fyrir Dubai Desert Classic mótið sem hann tekur þátt í um næstu helgi.Sean Foley, þjálfari Woods, hefur ekki áhyggjur þrátt fyrir slæma byrjun. „Þetta voru aðeins þrír dagar á löngu ári. Mér líkar það sem ég sé á æfingum. Við höldum áfram að vinna og sjáum hvert það fleytir okkur,“ sagði Foley. Slæmt gengi Woods í mótinu kom nokkuð á óvart enda hefur honum gengið sérlega vel á Torrey Pines golfsvæðinu þar sem mótið fer fram. Hann átti titil að verja í mótinu og hefur átta sinnum staðið uppi sem sigurvegari á Torrey Pines. Þar sigraði Woods í sínu síðasta risamóti árið 2008. Post by Golfstöðin. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þjálfari Tiger Woods segir að það sé óþarfi fyrir aðdáendur hans að örvænta þrátt fyrir skelfilega byrjun á árinu. Woods féll úr leik á Farmers Insurance mótinu á PGA-mótaröðinni í gær. Woods lék þriðja hringinn í mótinu á 79 höggum sem er einn versti hringur hans á ferlinum. Woods virkaði mjög ryðgaður og þarf að bæta sig mikið fyrir Dubai Desert Classic mótið sem hann tekur þátt í um næstu helgi.Sean Foley, þjálfari Woods, hefur ekki áhyggjur þrátt fyrir slæma byrjun. „Þetta voru aðeins þrír dagar á löngu ári. Mér líkar það sem ég sé á æfingum. Við höldum áfram að vinna og sjáum hvert það fleytir okkur,“ sagði Foley. Slæmt gengi Woods í mótinu kom nokkuð á óvart enda hefur honum gengið sérlega vel á Torrey Pines golfsvæðinu þar sem mótið fer fram. Hann átti titil að verja í mótinu og hefur átta sinnum staðið uppi sem sigurvegari á Torrey Pines. Þar sigraði Woods í sínu síðasta risamóti árið 2008. Post by Golfstöðin.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira