Í New York eiga 56% fjölskyldna ekki bíl Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2014 09:44 Bílaeign minnkar í Bandarískum borgum. Í bílalandinu Bandaríkjunum hefur orðið sú þróun á undanförnum árum að fólki í borgum sem ekki kýs að eiga bíl hefur fjölgað mjög. Í sex stærstu borgum Bandaríkjanna eru meira en 30% fjölskyldna bíllausar og hefur New York nokkra sérstöðu, þar sem 56,5% fjölskyldna eiga ekki bíl þar. Er þetta í nokkru ósamræmi við landið í heild því að 90,8% fjölskyldna í Bandaríkjunum öllum eiga bíl, en þeim hefur þó farið örlítið fækkandi á síðustu árum. Af 30 stærstu borgum Bandaríkjanna hefur orðið fækkun bíla í 21 þeirri á síðustu fimm árum. Stærri borgirnar hafa mikla sérstöðu í þessum efnum, enda vafalaust erfitt að vera bíllaus í dreifðari byggðum landsins og smábæjum. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Í bílalandinu Bandaríkjunum hefur orðið sú þróun á undanförnum árum að fólki í borgum sem ekki kýs að eiga bíl hefur fjölgað mjög. Í sex stærstu borgum Bandaríkjanna eru meira en 30% fjölskyldna bíllausar og hefur New York nokkra sérstöðu, þar sem 56,5% fjölskyldna eiga ekki bíl þar. Er þetta í nokkru ósamræmi við landið í heild því að 90,8% fjölskyldna í Bandaríkjunum öllum eiga bíl, en þeim hefur þó farið örlítið fækkandi á síðustu árum. Af 30 stærstu borgum Bandaríkjanna hefur orðið fækkun bíla í 21 þeirri á síðustu fimm árum. Stærri borgirnar hafa mikla sérstöðu í þessum efnum, enda vafalaust erfitt að vera bíllaus í dreifðari byggðum landsins og smábæjum.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent