Læknar óttast heiladauða Schumacher Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2014 15:36 Michael Schumacher. Autoblog Formúluökuþórnum Michel Schumacher er enn haldið sofandi á spítalanum í Grenoble í Frakklandi eftir hörmulegt skíðaslys sem hann varð fyrir 29. desember. Læknar sem tjáð hafa sig um ástand hans segja að hver dagur þar sem honum er enn haldið sofandi auki líkurnar á heiladauða hans. Þrátt fyrir það þarf enn að halda honum sofandi til að minnka þörf heila hans á súrefni. Læknar segja að ávallt sé hætta á heilaskaða eða heiladauða þegar fólki er haldið lengur en 8 daga sofandi. Því sé nú orðið hætt við að Schumacher tapi minni eða að heili hans muni aldrei virka eðlilega úr þessu. Ekki eru þessar fréttir til huggunar fyrir aðstandendur eða aðdáendur hans. Fjölskylda Schumacher er enn á spítalanum og hefur verið þar nú í tæpan mánuð. Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent
Formúluökuþórnum Michel Schumacher er enn haldið sofandi á spítalanum í Grenoble í Frakklandi eftir hörmulegt skíðaslys sem hann varð fyrir 29. desember. Læknar sem tjáð hafa sig um ástand hans segja að hver dagur þar sem honum er enn haldið sofandi auki líkurnar á heiladauða hans. Þrátt fyrir það þarf enn að halda honum sofandi til að minnka þörf heila hans á súrefni. Læknar segja að ávallt sé hætta á heilaskaða eða heiladauða þegar fólki er haldið lengur en 8 daga sofandi. Því sé nú orðið hætt við að Schumacher tapi minni eða að heili hans muni aldrei virka eðlilega úr þessu. Ekki eru þessar fréttir til huggunar fyrir aðstandendur eða aðdáendur hans. Fjölskylda Schumacher er enn á spítalanum og hefur verið þar nú í tæpan mánuð.
Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent