Fyrsta bílasýning Toyota á nýju ári verður á morgun, laugardag frá kl. 12-16. Stjarna sýningarinnar verður nýr Land Cruiser 150, oft nefndur Íslandsjeppinn, sem kemur nú með breytt útlit og ýmsum öðrum nýjungum.
Toyota Avensis Terra verður einnig kynntur á sérstöku tilboðsverði á sýningunni og í takmarkaðan tíma að sýningu lokinni. Bíllinn kostar aðeins 3.890.000 kr. Þá mun Toyota kynna ný Gæðalán Toyota í samstarfi við Ergo þar sem boðin eru vaxtalaus lán fyrir 40% af verði bílsins til allt að þriggja ára.
Stórsýning Toyota verður á laugardag hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota sem eru í Reykjanesbæ, Kauptúni í Garðabæ, á Selfossi og á Akureyri.
