Kínverjar vilja Fisker Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2014 10:35 Fisker Karma Rafbílaframleiðandinn Fisker varð gjaldþrota með hvelli á síðast ári,en nokkrir hafa ásælst líkið. Líklega er sá allra áhugasamasti að krækja í fyrirtækið og þekkingu þess kínverska fyrirtækið Wanxiang. Það hefur hækkað tilboð sitt nýlega sem hljómar uppá 10 milljónir dollara. Ennfremur hefur fyrirtækið látið í ljós að það sé tilbúið að greiða umtalsvert meira ef að skiptastjóri Fisker er tilbúinn til samninga, eða allt að 35,7 milljón dollara. Skiptastjórinn hefur vanda á höndum þar sem kröfuhafar þrotabúsins eru að reyna að fá sem mest af tiltölulega vonlausum kröfum sínum til baka og miðað við skilaboðin frá Wanxiang eru mestar líkur til að svo verði ef samið verður við þá. Wanxiang hefur uppi hugmyndir að halda áfram smíði Fisker rafmagnsbílsins bæði í Finnlandi og í Bandaríkjunum og eru þau áform ekki til að letja skiptastjórann. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Rafbílaframleiðandinn Fisker varð gjaldþrota með hvelli á síðast ári,en nokkrir hafa ásælst líkið. Líklega er sá allra áhugasamasti að krækja í fyrirtækið og þekkingu þess kínverska fyrirtækið Wanxiang. Það hefur hækkað tilboð sitt nýlega sem hljómar uppá 10 milljónir dollara. Ennfremur hefur fyrirtækið látið í ljós að það sé tilbúið að greiða umtalsvert meira ef að skiptastjóri Fisker er tilbúinn til samninga, eða allt að 35,7 milljón dollara. Skiptastjórinn hefur vanda á höndum þar sem kröfuhafar þrotabúsins eru að reyna að fá sem mest af tiltölulega vonlausum kröfum sínum til baka og miðað við skilaboðin frá Wanxiang eru mestar líkur til að svo verði ef samið verður við þá. Wanxiang hefur uppi hugmyndir að halda áfram smíði Fisker rafmagnsbílsins bæði í Finnlandi og í Bandaríkjunum og eru þau áform ekki til að letja skiptastjórann.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent