Handbolti

Guðjón Valur með tveggja marka forskot eftir dag eitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. vísir/Daníel
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, skoraði níu mörk í sigrinum á Norðmönnum í gær og það eru tveimur mörkum meira en næstmarkahæsti leikmaðurinn í leikjum gærdagsins.

Guðjón Valur skoraði mörkin níu úr aðeins ellefu skotum og sjö þeirra komu utan af velli. Þetta er frábær árangur hjá íslenska hornamanninum sem var ekki búinn að spila síðan að hann meiddist fyrir jól.

Þrír leikmenn eru í 2. til 4. sæti en þeir Kristian Kjelling (Noregi), Kiril Lazarov (Makedóníu) og Robert Weber (Austurríki) skoruðu allir sjö mörk í fyrsta leik.

Ásgeir Örn Hallgrímsson er í 5. til 10. sæti en hann skoraði sex mörk í sigrinum á Noregi þar af komu fimm þeirra í seinni hálfleiknum.

vísir/daníel


Markahæstir á EM eftir fyrsta leikdag:


1. Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi 9 mörk

2. Kristian Kjelling, Noregi 7 mörk

3. Kiril Lazarov, Makedóníu 7 mörk

4. Robert Weber, Austurríki  7 mörk

5. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Íslandi 6 mörk

6. Gergo Ivancsik, Ungverjalandi 6 mörk

7. Filip Jicha, Tékklandi 6 mörk

8. Harald Reinkind, Noregi 6 mörk

9. Roland Schlinger, Austurríki 6 mörk

10. Viktor Szilagyi, Austurríki 6 mörk

11. Pavel Horak, Tékklandi 5 mörk

12. Casper U. Mortensen, Danmörku 5 mörk

13. Albert Rocas, Spáni 5 mörk

14. Raul Santos, Austurrík 5 mörk

15. Victor Tomas, Spáni 5 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×