22 milljónir bíla seldust í Kína Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2014 10:15 Skelfileg mengun er í stærstu borgum Kína. Aldrei hafa fleiri bílar selst í neinu landi á einu ári en í Kína í fyrra, eða 21,98 milljón bílar. Það er um fjórðungur allrar bílasölu heimsins í fyrra. Árið 2012 seldust 17,93 milljónir bíla þar og það stefnir í 24 til 24,5 milljón bíla sölu í ár. Mjög stór hluti þeirra bíla sem seldust í Kína eru framleiddir af þýskum, bandarískum, japönskum, S-kóreskum og indverskum bílaframleiðendum en þó vex kínverskum bílaframleiðendum alltaf ásmegin. Kínverski bílaframleiðandinn BYD ætlar að hefja sölu bíla sinna í Bandaríkjunum á næsta ári og fleiri munu líklega koma í kjölfarið. Sala bíla í Kína hefur aukið á gríðarmikla mengun sem er í stærstu borgum landsins og hefur mengunin mælst allt að 40 sinnum meiri en alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) setur sem heilsuspillandi. Vart sést þar á milli húsa, en stóran þátt í þessari mengun eiga reyndar kolabrennsluorkuver. Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Aldrei hafa fleiri bílar selst í neinu landi á einu ári en í Kína í fyrra, eða 21,98 milljón bílar. Það er um fjórðungur allrar bílasölu heimsins í fyrra. Árið 2012 seldust 17,93 milljónir bíla þar og það stefnir í 24 til 24,5 milljón bíla sölu í ár. Mjög stór hluti þeirra bíla sem seldust í Kína eru framleiddir af þýskum, bandarískum, japönskum, S-kóreskum og indverskum bílaframleiðendum en þó vex kínverskum bílaframleiðendum alltaf ásmegin. Kínverski bílaframleiðandinn BYD ætlar að hefja sölu bíla sinna í Bandaríkjunum á næsta ári og fleiri munu líklega koma í kjölfarið. Sala bíla í Kína hefur aukið á gríðarmikla mengun sem er í stærstu borgum landsins og hefur mengunin mælst allt að 40 sinnum meiri en alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) setur sem heilsuspillandi. Vart sést þar á milli húsa, en stóran þátt í þessari mengun eiga reyndar kolabrennsluorkuver.
Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent