Handbolti

Ísland í hópi sex þjóða á EM sem eru komnar áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins.
Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins. Mynd/Daníel
Annarri umferð af þremur í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Danmörku lauk í kvöld með leikjum í C- og D-riðli en Króatar, Frakkar og Svíar tryggðu sér þar sæti í öðrum milliriðli.

Sex þjóðir eru nú öruggar áfram í milliriðlana fyrir lokaumferðina en Spánn, Ísland og Danmörk tryggðu sig inn sæti í fyrsta milliriðli í gær.

Það má segja að keppni í milliriðli hefjist hjá nokkrum þjóðum í lokakeppni riðlakeppninnar.

Leikur Spánar og Íslands á morgun og leikur Króatíu og Svíþjóðar á föstudaginn eru sem dæmi úrslitaleikir í þeim riðlum og stigin úr þessum tveimur leikjum fylgja sigurvegaranum í næstu umferð.

Þjóðirnar sem eru komnar áfram í milliriðli á EM

A-riðill

Danmörk 4 stig

Enn með í baráttunni: Austurríki 2 stig, Makedónía 1 stig, Tékkland 1 stig



B-riðill

Spánn 4 stig

Ísland 3 stig

Enn með í baráttunni: Ungverjaland 1 stig, Noregur 0 stig.



C-riðill

Frakkland 4 stig

Enn með í baráttunni: Serbía 2 stig, Rússland 2 stig, Pólland 0 stig



D-riðill

Króatía 4 stig

Svíþjóð 4 stig

Enn með í baráttunni: Hvíta-Rússland 0 stig, Svartfjallaland 0 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×