Erlent

Skilaboð Pútíns: Látið börnin í friði

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Pútín ræðir við sjálfboðaliða í Sotsjí.
Pútín ræðir við sjálfboðaliða í Sotsjí. Nordicphotos/AFP
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að samkynhneigðir séu velkomnir á Vetrarólympíuleikana, sem haldnir verða í Sotsjí í næsta mánuði.

Þeir þurfi bara að gæta þess að „láta börnin í friði”.

Hann lagði áherslu á að í Rússlandi séu lög, sem banna fólki að hafa í frammi „áróður” fyrir samkynhneigð í áheyrn barna, og tók fram að lögin nái líka til barnaníðs.

„Við erum með lög sem banna áróður fyrir samkynhneigð og barnaníði,” sagð Pútín í dag í Sotsjí, þar sem hann hitti meðal annars sjálfboðaliða sem munu sinna ýmsum störfum við Ólympíuleikana.

Pútín og stjórn hans hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim fyrir þessi lög, sem voru samþykkt á síðasta ári.

Í Rússlandi eru þessi lög túlkuð þannig að samkynhneigðir megi ekki tala opinberlega um kynhneigð sinna í áheyrn barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×