Mikil spenna er fyrir lokahringinn á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni. Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson lék gríðarlega vel í dag eða á 63 höggum og er á meðal efstu manna. Mickelson er í öðru sæti á 10 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Skotanum Craig Lee.
Norður-Írinn Rory McIlroy er höggi þar á eftir og verður í næst síðasta ráshóp á morgun. Það gæti jafnvel farið svo að tveir af þekktustu kylfingum heims hái einvígi á morgun.
Mótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending kl. 09:00 í fyrramálið. Þorsteinn Hallgrímsson mun lýsa lokahringnum. Hér að ofan má sjá létta samantekt frá því helsta á þriðja keppnisdegi.
