Fiat eignast Chrysler Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2014 10:41 Bílamerkin Fiat og Chrysler hafa nú runnið saman. Eins og stefnt hefur í lengi hefur Fiat nú eignast öll hlutabréfin í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler. Fiat keypti þau bréf sem ekki voru þegar í eigu þess, eða 41,46% hlut á 505 milljarða króna og hefur nú eignast Chrysler að fullu er nýtt ár gengur í garð. Bréfin keypti Fiat af United Auto Workers eftirlaunasjóðnum. Kaupin komu nokkuð á óvart því samningaviðræður um verð bréfanna virtust hafa siglt í strand en svo fór þó ekki að lokum. Sergio Marchionne hefur verið forstjóri bæði Fiat og Chrysler frá árinu 2009 og verður svo áfram. Marchionne telur að sameinað fyrirtæki Fiat og Chrysler sé nú færara að keppa við bílarisa eins og Volkswagen og General Motors. Rekstur Chrysler hefur gengið prýðilega á síðustu árum og skilað vænum hagnaði á meðan taprekstur hefur verið á Fiat. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Eins og stefnt hefur í lengi hefur Fiat nú eignast öll hlutabréfin í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler. Fiat keypti þau bréf sem ekki voru þegar í eigu þess, eða 41,46% hlut á 505 milljarða króna og hefur nú eignast Chrysler að fullu er nýtt ár gengur í garð. Bréfin keypti Fiat af United Auto Workers eftirlaunasjóðnum. Kaupin komu nokkuð á óvart því samningaviðræður um verð bréfanna virtust hafa siglt í strand en svo fór þó ekki að lokum. Sergio Marchionne hefur verið forstjóri bæði Fiat og Chrysler frá árinu 2009 og verður svo áfram. Marchionne telur að sameinað fyrirtæki Fiat og Chrysler sé nú færara að keppa við bílarisa eins og Volkswagen og General Motors. Rekstur Chrysler hefur gengið prýðilega á síðustu árum og skilað vænum hagnaði á meðan taprekstur hefur verið á Fiat.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent