Fiat eignast Chrysler Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2014 10:41 Bílamerkin Fiat og Chrysler hafa nú runnið saman. Eins og stefnt hefur í lengi hefur Fiat nú eignast öll hlutabréfin í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler. Fiat keypti þau bréf sem ekki voru þegar í eigu þess, eða 41,46% hlut á 505 milljarða króna og hefur nú eignast Chrysler að fullu er nýtt ár gengur í garð. Bréfin keypti Fiat af United Auto Workers eftirlaunasjóðnum. Kaupin komu nokkuð á óvart því samningaviðræður um verð bréfanna virtust hafa siglt í strand en svo fór þó ekki að lokum. Sergio Marchionne hefur verið forstjóri bæði Fiat og Chrysler frá árinu 2009 og verður svo áfram. Marchionne telur að sameinað fyrirtæki Fiat og Chrysler sé nú færara að keppa við bílarisa eins og Volkswagen og General Motors. Rekstur Chrysler hefur gengið prýðilega á síðustu árum og skilað vænum hagnaði á meðan taprekstur hefur verið á Fiat. Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent
Eins og stefnt hefur í lengi hefur Fiat nú eignast öll hlutabréfin í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler. Fiat keypti þau bréf sem ekki voru þegar í eigu þess, eða 41,46% hlut á 505 milljarða króna og hefur nú eignast Chrysler að fullu er nýtt ár gengur í garð. Bréfin keypti Fiat af United Auto Workers eftirlaunasjóðnum. Kaupin komu nokkuð á óvart því samningaviðræður um verð bréfanna virtust hafa siglt í strand en svo fór þó ekki að lokum. Sergio Marchionne hefur verið forstjóri bæði Fiat og Chrysler frá árinu 2009 og verður svo áfram. Marchionne telur að sameinað fyrirtæki Fiat og Chrysler sé nú færara að keppa við bílarisa eins og Volkswagen og General Motors. Rekstur Chrysler hefur gengið prýðilega á síðustu árum og skilað vænum hagnaði á meðan taprekstur hefur verið á Fiat.
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent