Vinnur Audi R8 og tryllist Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2014 07:30 Í þættinum The Price Is Right í Bandaríkjunum vann heppin kona nýlega Audi R8 Spyder bíl sem kostar 157.300 dollara og að auki 10.000 dollara í peningum. Ekki er að spyrja að gleði hennar er hún vann þennan næst stærsta vinning í sögu þáttarins, en hún gersamlega gengur af göflunum í kjölfarið. Hún þurfti aðeins að geta sér til um hvað bíllinn kostar með því að taka út þá 4 verðmiða sem ranglega fóru með verð hans og í leiðinni vann hún sér inn 4.000, 3.000, 2.000 og 1.000 dollara vinninga í beinhörðum. Líklega telst vinningshafinn, Sheree Hail, ekki dæmigerður eigandi sportbílsins Audi R8 Spyder þar sem hún er húsfrú komin yfir miðjan aldur, en gleði hennar er engu að síður mjög ósvikin. Hægt er að gleðjast með vinningshafanum í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent
Í þættinum The Price Is Right í Bandaríkjunum vann heppin kona nýlega Audi R8 Spyder bíl sem kostar 157.300 dollara og að auki 10.000 dollara í peningum. Ekki er að spyrja að gleði hennar er hún vann þennan næst stærsta vinning í sögu þáttarins, en hún gersamlega gengur af göflunum í kjölfarið. Hún þurfti aðeins að geta sér til um hvað bíllinn kostar með því að taka út þá 4 verðmiða sem ranglega fóru með verð hans og í leiðinni vann hún sér inn 4.000, 3.000, 2.000 og 1.000 dollara vinninga í beinhörðum. Líklega telst vinningshafinn, Sheree Hail, ekki dæmigerður eigandi sportbílsins Audi R8 Spyder þar sem hún er húsfrú komin yfir miðjan aldur, en gleði hennar er engu að síður mjög ósvikin. Hægt er að gleðjast með vinningshafanum í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent