Talað var að þessi bíll ætti að keppa við Toyota GT-86/Subaru BRZ systurbílana, en miðað við aflið sem bílnum er skaffað mun hann keppa við öflugri sportbíla. Í Bandaríkjunum eru helst nefndir Ford Mustang og Hyundai Genesis Coupe.
Ef verði bílsins verður haldið í 25.000 dollurum, líkt og Toyota GT-86/Subaru BRZ kosta ætti hann að standa sig í samkeppninni. Kia GT4 Stinger verður á 20 tommu álfelgum, með LED ljós og æði sportlegur, ef marka má meðfylgjandi mynd.
