Formula 1 notaði 33.200 dekk Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2014 15:06 33.200 svona dekk lágu í valnum. Formula 1 er eitt dýrasta sport sem um getur og það er aðeins skiljanlegra í ljósi þess að á síðasta keppnistímabili notaðu keppnisliðin samtals 33.200 dekk í akstri allra bílanna. Það er heilmikið af gúmmíi og það ekki af ódýrari gerðinni þar sem Formula 1 dekk eru ógnardýr. Ef allur akstur bílanna er talinn saman á síðasta tímabili, bæði í prófunum og keppni, mælist hann 358.784 km, eða tæpir 9 hringir í kringum jörðina. Ef öllum þessum kílómetrum er deilt í þá 8.300 hjólaganga sem notaðir voru kemur í ljós að á hverjum dekkjagangi óku þeir aðeins 43,23 km. Red Bull liðið státar af stysta pit-stoppi allra liða, en það mældist 1,923 sekúndur. Flest pit-stopp allra keppnanna fóru fram í kappakstrinum í Japan, eða 119. Mesti hraði sem mældist var í keppninni í Monza á Ítalíu, eða 341 km/klst og mesti meðalhraði í hring mældist 257 km/klst í Hungaroring í Ungverjalandi. Þar mældist einnig mesti brautarhiti, 54 gráður. Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent
Formula 1 er eitt dýrasta sport sem um getur og það er aðeins skiljanlegra í ljósi þess að á síðasta keppnistímabili notaðu keppnisliðin samtals 33.200 dekk í akstri allra bílanna. Það er heilmikið af gúmmíi og það ekki af ódýrari gerðinni þar sem Formula 1 dekk eru ógnardýr. Ef allur akstur bílanna er talinn saman á síðasta tímabili, bæði í prófunum og keppni, mælist hann 358.784 km, eða tæpir 9 hringir í kringum jörðina. Ef öllum þessum kílómetrum er deilt í þá 8.300 hjólaganga sem notaðir voru kemur í ljós að á hverjum dekkjagangi óku þeir aðeins 43,23 km. Red Bull liðið státar af stysta pit-stoppi allra liða, en það mældist 1,923 sekúndur. Flest pit-stopp allra keppnanna fóru fram í kappakstrinum í Japan, eða 119. Mesti hraði sem mældist var í keppninni í Monza á Ítalíu, eða 341 km/klst og mesti meðalhraði í hring mældist 257 km/klst í Hungaroring í Ungverjalandi. Þar mældist einnig mesti brautarhiti, 54 gráður.
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent