Svona á ekki að aka inn á verkstæði Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2014 09:15 Öfug en áhrifarík innkoma. Ef maður á annað borð þarf að rekast á hús við slælegan akstur er náttúrulega best að það sé verkstæði sem sérhæfir sig í viðgerðum á skemmdum bílum. Það var einmitt það sem ökumaður þessa bíls gerði í Texas í Bandaríkjunum. Verkstæðið heitir því íroníska nafni Lone Star Collition, en ökumaðurinn var þó ekki sæmdur neinni stjörnu fyrir árangurinn. Ökumaður þessa GMC Yukon jeppa lenti í árekstri við fólksbíl, valt og fór öfugur innum vegg verkstæðisins. Því er hægt að hefjast strax handa við viðgerð bílsins, nema þó ef sérhæfing verkstæðisins, sem á skiltinu bendir til þess að sérhæfi sig í viðgerðum á bílum framleiddum utan Bandaríkjanna, leyfi það ekki. Lögreglan í Colleyville í Texas stendur í þeirri trú að neysla áfengis hafi átt þátt í þessu óhappi og því má víst vera að viðgerðin kosti eigandann skildinginn. Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent
Ef maður á annað borð þarf að rekast á hús við slælegan akstur er náttúrulega best að það sé verkstæði sem sérhæfir sig í viðgerðum á skemmdum bílum. Það var einmitt það sem ökumaður þessa bíls gerði í Texas í Bandaríkjunum. Verkstæðið heitir því íroníska nafni Lone Star Collition, en ökumaðurinn var þó ekki sæmdur neinni stjörnu fyrir árangurinn. Ökumaður þessa GMC Yukon jeppa lenti í árekstri við fólksbíl, valt og fór öfugur innum vegg verkstæðisins. Því er hægt að hefjast strax handa við viðgerð bílsins, nema þó ef sérhæfing verkstæðisins, sem á skiltinu bendir til þess að sérhæfi sig í viðgerðum á bílum framleiddum utan Bandaríkjanna, leyfi það ekki. Lögreglan í Colleyville í Texas stendur í þeirri trú að neysla áfengis hafi átt þátt í þessu óhappi og því má víst vera að viðgerðin kosti eigandann skildinginn.
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent