Svona á ekki að aka inn á verkstæði Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2014 09:15 Öfug en áhrifarík innkoma. Ef maður á annað borð þarf að rekast á hús við slælegan akstur er náttúrulega best að það sé verkstæði sem sérhæfir sig í viðgerðum á skemmdum bílum. Það var einmitt það sem ökumaður þessa bíls gerði í Texas í Bandaríkjunum. Verkstæðið heitir því íroníska nafni Lone Star Collition, en ökumaðurinn var þó ekki sæmdur neinni stjörnu fyrir árangurinn. Ökumaður þessa GMC Yukon jeppa lenti í árekstri við fólksbíl, valt og fór öfugur innum vegg verkstæðisins. Því er hægt að hefjast strax handa við viðgerð bílsins, nema þó ef sérhæfing verkstæðisins, sem á skiltinu bendir til þess að sérhæfi sig í viðgerðum á bílum framleiddum utan Bandaríkjanna, leyfi það ekki. Lögreglan í Colleyville í Texas stendur í þeirri trú að neysla áfengis hafi átt þátt í þessu óhappi og því má víst vera að viðgerðin kosti eigandann skildinginn. Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent
Ef maður á annað borð þarf að rekast á hús við slælegan akstur er náttúrulega best að það sé verkstæði sem sérhæfir sig í viðgerðum á skemmdum bílum. Það var einmitt það sem ökumaður þessa bíls gerði í Texas í Bandaríkjunum. Verkstæðið heitir því íroníska nafni Lone Star Collition, en ökumaðurinn var þó ekki sæmdur neinni stjörnu fyrir árangurinn. Ökumaður þessa GMC Yukon jeppa lenti í árekstri við fólksbíl, valt og fór öfugur innum vegg verkstæðisins. Því er hægt að hefjast strax handa við viðgerð bílsins, nema þó ef sérhæfing verkstæðisins, sem á skiltinu bendir til þess að sérhæfi sig í viðgerðum á bílum framleiddum utan Bandaríkjanna, leyfi það ekki. Lögreglan í Colleyville í Texas stendur í þeirri trú að neysla áfengis hafi átt þátt í þessu óhappi og því má víst vera að viðgerðin kosti eigandann skildinginn.
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent