Toyota seldi flesta bíla Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2014 16:22 Toyota seldi flesta bíla árið 2013 á Íslandi. Á nýliðnu ári seldust tæplega 7.300 nýir fólksbílar á Íslandi og flestir þeirra af gerðinni Toyota líkt og á undanförnum árum. Eins og á síðustu árum var vænn hluti þeirra seldir til bílaleiga, þ.e. um 41% þeirra eða tæplega 3.000 bílar. Í heildina seldust 1.137 Toyota bílar, en Volkswagen kom þar á eftir með 888 bíla, Skoda 757 bíla og Kia 613 bíla. Fimmta söluhæsta bílamerkið var Chevrolet með 667 bíla og jókst hlutdeild Chevrolet úr 5,8% í 8,4% á milli ára og er hástökkvari ársins. Mjög misjafnt er hversu hátt hlutfall seldra bíla er til almennings annarsvegar og bílaleiga hinsvegar. Toyota seldi flesta bíla til almennings, eða 657. Næst flestir bílar seldir almenningi voru af Volkswagen-gerð eða 494 og í þriðja sæti Chevrolet með 359 bíla. Fjórða söluhæst var Kia með 344 bíla og fimmta Skoda með 336 bíla. Suzuki merkið hefur nokkra sérstöðu og er vinsælt merki hjá bílaleigum. Suzuki var fjórða söluhæsta bílamerkið til bílaleiga með 374 selda bíla, en á móti kemur að 112 bílar af Suzuki gerð seldust til almennings. Samtals er Suzuki í sjötta sæti allra bílamerkja með 486 selda bíla. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent
Á nýliðnu ári seldust tæplega 7.300 nýir fólksbílar á Íslandi og flestir þeirra af gerðinni Toyota líkt og á undanförnum árum. Eins og á síðustu árum var vænn hluti þeirra seldir til bílaleiga, þ.e. um 41% þeirra eða tæplega 3.000 bílar. Í heildina seldust 1.137 Toyota bílar, en Volkswagen kom þar á eftir með 888 bíla, Skoda 757 bíla og Kia 613 bíla. Fimmta söluhæsta bílamerkið var Chevrolet með 667 bíla og jókst hlutdeild Chevrolet úr 5,8% í 8,4% á milli ára og er hástökkvari ársins. Mjög misjafnt er hversu hátt hlutfall seldra bíla er til almennings annarsvegar og bílaleiga hinsvegar. Toyota seldi flesta bíla til almennings, eða 657. Næst flestir bílar seldir almenningi voru af Volkswagen-gerð eða 494 og í þriðja sæti Chevrolet með 359 bíla. Fjórða söluhæst var Kia með 344 bíla og fimmta Skoda með 336 bíla. Suzuki merkið hefur nokkra sérstöðu og er vinsælt merki hjá bílaleigum. Suzuki var fjórða söluhæsta bílamerkið til bílaleiga með 374 selda bíla, en á móti kemur að 112 bílar af Suzuki gerð seldust til almennings. Samtals er Suzuki í sjötta sæti allra bílamerkja með 486 selda bíla.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent