Volvo XC Coupe opinberaður Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2014 13:15 Styttast fer í kynningu á arftaka Volvo XC-90 jeppans sem óbreyttur hefur verið í 12 ár. Volvo hefur hinsvegar ákveðið að kynna fyrst til sögunnar Coupe gerð bílsins sem aðeins er með tveimur hurðum og er gerður fyrir 4 farþega. Hann verður kynntur á bílsýningunni í Detroit í næstu viku, en Volvo birti samt myndir af bílnum í gær og fallegur er hann. Hann er sáralítið breyttur frá Concept Coupe bílnum sem Volvo sýndi í september síðastliðnum. Hann er eins og skilgetið afkvæmi C30 bíls Volvo og XC-90 bílsins. Bíllinn er á mjög stórum 21 tommu dekkjum og LED ljósum, en fátt annað hefur Volvo látið uppi um búnað bílsins. Það verður að bíða til sýningarinnar í Detroit. Ef að XC-90 jeppinn fær að mestu svipinn frá þessum bíl er góðs að vænta fyrir aðdáendur Volvo bíla. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Styttast fer í kynningu á arftaka Volvo XC-90 jeppans sem óbreyttur hefur verið í 12 ár. Volvo hefur hinsvegar ákveðið að kynna fyrst til sögunnar Coupe gerð bílsins sem aðeins er með tveimur hurðum og er gerður fyrir 4 farþega. Hann verður kynntur á bílsýningunni í Detroit í næstu viku, en Volvo birti samt myndir af bílnum í gær og fallegur er hann. Hann er sáralítið breyttur frá Concept Coupe bílnum sem Volvo sýndi í september síðastliðnum. Hann er eins og skilgetið afkvæmi C30 bíls Volvo og XC-90 bílsins. Bíllinn er á mjög stórum 21 tommu dekkjum og LED ljósum, en fátt annað hefur Volvo látið uppi um búnað bílsins. Það verður að bíða til sýningarinnar í Detroit. Ef að XC-90 jeppinn fær að mestu svipinn frá þessum bíl er góðs að vænta fyrir aðdáendur Volvo bíla.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent