Bílasala í Bretlandi ekki meiri í 6 ár Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2014 16:15 Mini settur saman í Bretlandi. Þó bílasala í Evrópu sé í lægð á það ekki við í Bretlandi. Þar hefur bílasala ekki verið meiri síðan árið 2007 og jókst hún um 10,8% frá árinu 2012. Vöxturinn var hressilega meiri í desember nýliðnum, eða 23,8% og var það 22. mánuðurinn í röð sem bílasala eykst í Bretlandi. Heildarsalan var 2,26 milljón bílar. Bílasalar buðu afar hagstæðar lánafyrirgreiðslur í fyrra sem freistuðu margra kaupenda og á það stóran þátt í þessari góðu sölu. Búist er við því að salan á þessu ári verði á pari við söluna í fyrra. Einn af hverjum 7 bílum sem seldust í Bretlandi voru framleiddir þar, eða 300.000. Það þýðir ekki að framleiðsla bíla í Bretlandi sé í lægt. Þvert á móti hefur hún ekki verið meiri í langan tíma, en flestir bílar sem framleiddir eru þar eru fluttir til annarra landa, en framleiðslan nam 1,5 milljónum bíla. Mörg þúsund ný störf sköpuðust í Bretlandi í bílaiðnaðinum í fyrra, ekki síst hjá Jaguar/Land Rover. Mest seldi bílinn í Bretlandi í fyrra var Ford Fiesta og Ford Focus var í öðru sæti en samtals seldust um 210.000 slíkir bílar. Vauxhall átti 2 næstu bíla, Vauxhall Corsa og Astra og í 5. sætinu var Volkswagen Golf. Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent
Þó bílasala í Evrópu sé í lægð á það ekki við í Bretlandi. Þar hefur bílasala ekki verið meiri síðan árið 2007 og jókst hún um 10,8% frá árinu 2012. Vöxturinn var hressilega meiri í desember nýliðnum, eða 23,8% og var það 22. mánuðurinn í röð sem bílasala eykst í Bretlandi. Heildarsalan var 2,26 milljón bílar. Bílasalar buðu afar hagstæðar lánafyrirgreiðslur í fyrra sem freistuðu margra kaupenda og á það stóran þátt í þessari góðu sölu. Búist er við því að salan á þessu ári verði á pari við söluna í fyrra. Einn af hverjum 7 bílum sem seldust í Bretlandi voru framleiddir þar, eða 300.000. Það þýðir ekki að framleiðsla bíla í Bretlandi sé í lægt. Þvert á móti hefur hún ekki verið meiri í langan tíma, en flestir bílar sem framleiddir eru þar eru fluttir til annarra landa, en framleiðslan nam 1,5 milljónum bíla. Mörg þúsund ný störf sköpuðust í Bretlandi í bílaiðnaðinum í fyrra, ekki síst hjá Jaguar/Land Rover. Mest seldi bílinn í Bretlandi í fyrra var Ford Fiesta og Ford Focus var í öðru sæti en samtals seldust um 210.000 slíkir bílar. Vauxhall átti 2 næstu bíla, Vauxhall Corsa og Astra og í 5. sætinu var Volkswagen Golf.
Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent