Bílasala í Bretlandi ekki meiri í 6 ár Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2014 16:15 Mini settur saman í Bretlandi. Þó bílasala í Evrópu sé í lægð á það ekki við í Bretlandi. Þar hefur bílasala ekki verið meiri síðan árið 2007 og jókst hún um 10,8% frá árinu 2012. Vöxturinn var hressilega meiri í desember nýliðnum, eða 23,8% og var það 22. mánuðurinn í röð sem bílasala eykst í Bretlandi. Heildarsalan var 2,26 milljón bílar. Bílasalar buðu afar hagstæðar lánafyrirgreiðslur í fyrra sem freistuðu margra kaupenda og á það stóran þátt í þessari góðu sölu. Búist er við því að salan á þessu ári verði á pari við söluna í fyrra. Einn af hverjum 7 bílum sem seldust í Bretlandi voru framleiddir þar, eða 300.000. Það þýðir ekki að framleiðsla bíla í Bretlandi sé í lægt. Þvert á móti hefur hún ekki verið meiri í langan tíma, en flestir bílar sem framleiddir eru þar eru fluttir til annarra landa, en framleiðslan nam 1,5 milljónum bíla. Mörg þúsund ný störf sköpuðust í Bretlandi í bílaiðnaðinum í fyrra, ekki síst hjá Jaguar/Land Rover. Mest seldi bílinn í Bretlandi í fyrra var Ford Fiesta og Ford Focus var í öðru sæti en samtals seldust um 210.000 slíkir bílar. Vauxhall átti 2 næstu bíla, Vauxhall Corsa og Astra og í 5. sætinu var Volkswagen Golf. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent
Þó bílasala í Evrópu sé í lægð á það ekki við í Bretlandi. Þar hefur bílasala ekki verið meiri síðan árið 2007 og jókst hún um 10,8% frá árinu 2012. Vöxturinn var hressilega meiri í desember nýliðnum, eða 23,8% og var það 22. mánuðurinn í röð sem bílasala eykst í Bretlandi. Heildarsalan var 2,26 milljón bílar. Bílasalar buðu afar hagstæðar lánafyrirgreiðslur í fyrra sem freistuðu margra kaupenda og á það stóran þátt í þessari góðu sölu. Búist er við því að salan á þessu ári verði á pari við söluna í fyrra. Einn af hverjum 7 bílum sem seldust í Bretlandi voru framleiddir þar, eða 300.000. Það þýðir ekki að framleiðsla bíla í Bretlandi sé í lægt. Þvert á móti hefur hún ekki verið meiri í langan tíma, en flestir bílar sem framleiddir eru þar eru fluttir til annarra landa, en framleiðslan nam 1,5 milljónum bíla. Mörg þúsund ný störf sköpuðust í Bretlandi í bílaiðnaðinum í fyrra, ekki síst hjá Jaguar/Land Rover. Mest seldi bílinn í Bretlandi í fyrra var Ford Fiesta og Ford Focus var í öðru sæti en samtals seldust um 210.000 slíkir bílar. Vauxhall átti 2 næstu bíla, Vauxhall Corsa og Astra og í 5. sætinu var Volkswagen Golf.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent