Þriggja hjóla Elio á 800.000 kr. Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2014 13:15 Elio Motors áformar að framleiða þennan þriggja hjóla bíl í Bandaríkjunum og selja hann á 6.800 dollara, eða um 800 þúsund krónur. Elio hefur tryggt sér 7 milljón dollara fjármagn og ætlar að smíða bílinn í aflagðri verksmiðju sem er í eigu General Motors. Framleiðslan mun hefjast á næsta ári og 1.500 manns munu starfa við smíði hans. Það er reyndar ári seinna en upphaflegar áætlanir Elio sögðu til um. Stefnan er að framleiða 250.000 bíla á ári. Bílinn verður drifinn áfram af þriggja strokka vél og eyðsla hans verður aðeins 3,6 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Hámarkshraði bílsins er 160 km/klst. Elio þarf að tryggja sér talsvert meira fjármagn til að þessu getur orðið en ef af smíði hans verður væri það afturhvarf til þess tíma eftirstríðsáranna er margar mjög smáir bílar voru smíðaðir um allan heim sem kostuðu lítið. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er þróun bílsins afar langt komin. Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent
Elio Motors áformar að framleiða þennan þriggja hjóla bíl í Bandaríkjunum og selja hann á 6.800 dollara, eða um 800 þúsund krónur. Elio hefur tryggt sér 7 milljón dollara fjármagn og ætlar að smíða bílinn í aflagðri verksmiðju sem er í eigu General Motors. Framleiðslan mun hefjast á næsta ári og 1.500 manns munu starfa við smíði hans. Það er reyndar ári seinna en upphaflegar áætlanir Elio sögðu til um. Stefnan er að framleiða 250.000 bíla á ári. Bílinn verður drifinn áfram af þriggja strokka vél og eyðsla hans verður aðeins 3,6 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Hámarkshraði bílsins er 160 km/klst. Elio þarf að tryggja sér talsvert meira fjármagn til að þessu getur orðið en ef af smíði hans verður væri það afturhvarf til þess tíma eftirstríðsáranna er margar mjög smáir bílar voru smíðaðir um allan heim sem kostuðu lítið. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er þróun bílsins afar langt komin.
Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent