Settur forstjóri farsímaframleiðandans BlackBerry segir að fregnir af andláti fyrirtækisins hafi verið „stórlega ýktar“.
Í bréfi sem John Chen, forstjóri fyrirtækisins, sendi viðskiptavinum segir hann að BlackBerry leiti nú aftur í rætur sínar.
Áhersla verð á ný lögð á framleiðslu handtækja sem henti viðskiptalífinu.
Chen var áður forstjóri Sybase, en var sóttur yfir til BlackBerry, til þess að gegna starfi forstjóra og stjórnarformanns eftir að ekkert varð úr viðræðum um sölu fyrirtækisins.
Í bréfinu sagði hann fyrirtækið meðvitað um að BlackBerry væri ekki „fyrir alla“.
