Galdrar eða fúsk? Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. desember 2013 07:00 Frændi minn telur að betur hefði farið á því að Baldur Brjánsson, töframaður, hefði verið á sviðinu í Hörpu í stað ráðherranna tveggja, sem hróðugir kynntu boðskapinn um skuldahvarfið á laugardaginn. Vonandi hefur minn góði frændi rangt fyrir sér varðandi töframennina tvo - og þeim takist að redda þeim fjármunum sem upp á vantar. Þrátt fyrir allt held ég að við ættum að reyna eftir fremsta megni að gera okkur vonir um, að nú sé verið að binda endi á drungalega leiðindatíð, sem einhvern veginn hefur lamað allt og alla. Ég er farin að þrá útbreidda almenna bjartsýni. Ég hef engar forsendur til að meta galdrana, sem sýndir voru á sviðinu. Hvort á ferðinni voru hreinar sjónhverfingar fúskara eða alvöru töfrabrögð. Ég vona svo sannarlega að tíminn leiði í ljós, að það var hið síðarnefnda. Kannski ráðum við mestu um það sjálf. Til að galdur virki, verður fólk að trúa á hann. Að því leyti er hann náskyldur hagfræðinni, ef ég skil þau fræði rétt. Hún snýst meira og minna um hjarðhegðun, sem efnahagsráðstafanir kalla fram samkvæmt ákveðnum lögmálum. Þess vegna vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að trúa á galdurinn - í það minnsta þangað til hugsanlegir loddarar verða afhjúpaðir. Virkir í athugasemdum og fleiri góðir hafa þegar sagt okkur að það eru ekki allir til í að trúa. Það er svosem rétt athugað að oft er miklu fórnað fyrir trúnna, stundum sannleikanum. Þannig að ég ætla að passa mig að hengja ekki geðheilsuna alfarið á ákvarðanir tveggja miðaldra karlmanna í brúnni. En mikið hefðum við nú gott af því öll, að öðlast trú á, að nú sé bjartari tíð í vændum. Trúin flytur fjöll og kannski, vonandi, skuldir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Frændi minn telur að betur hefði farið á því að Baldur Brjánsson, töframaður, hefði verið á sviðinu í Hörpu í stað ráðherranna tveggja, sem hróðugir kynntu boðskapinn um skuldahvarfið á laugardaginn. Vonandi hefur minn góði frændi rangt fyrir sér varðandi töframennina tvo - og þeim takist að redda þeim fjármunum sem upp á vantar. Þrátt fyrir allt held ég að við ættum að reyna eftir fremsta megni að gera okkur vonir um, að nú sé verið að binda endi á drungalega leiðindatíð, sem einhvern veginn hefur lamað allt og alla. Ég er farin að þrá útbreidda almenna bjartsýni. Ég hef engar forsendur til að meta galdrana, sem sýndir voru á sviðinu. Hvort á ferðinni voru hreinar sjónhverfingar fúskara eða alvöru töfrabrögð. Ég vona svo sannarlega að tíminn leiði í ljós, að það var hið síðarnefnda. Kannski ráðum við mestu um það sjálf. Til að galdur virki, verður fólk að trúa á hann. Að því leyti er hann náskyldur hagfræðinni, ef ég skil þau fræði rétt. Hún snýst meira og minna um hjarðhegðun, sem efnahagsráðstafanir kalla fram samkvæmt ákveðnum lögmálum. Þess vegna vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að trúa á galdurinn - í það minnsta þangað til hugsanlegir loddarar verða afhjúpaðir. Virkir í athugasemdum og fleiri góðir hafa þegar sagt okkur að það eru ekki allir til í að trúa. Það er svosem rétt athugað að oft er miklu fórnað fyrir trúnna, stundum sannleikanum. Þannig að ég ætla að passa mig að hengja ekki geðheilsuna alfarið á ákvarðanir tveggja miðaldra karlmanna í brúnni. En mikið hefðum við nú gott af því öll, að öðlast trú á, að nú sé bjartari tíð í vændum. Trúin flytur fjöll og kannski, vonandi, skuldir.