„Svínamálið“ Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. nóvember 2013 06:00 Reynslan frá nágrannaríkjunum sýnir okkur að hatursglæpir eru einn fylgifiskur fjölmenningarsamfélagsins. Við höfum verið blessunarlega laus við þá til þessa. Einn slíkur var þó framinn í vikunni, um bjartan dag og í vitna viðurvist. Fjórir menn dreifðu svínshausum, -löppum og -blóði á lóðina í Sogamýri þar sem Félag múslima hyggst reisa mosku. Mennirnir gerðu krossa með svínsblóðinu og slettu því meðal annars á blaðsíður úr Kóraninum, trúarriti múslima. Lögreglan var kölluð til, en lögreglumennirnir virðast ekki hafa þekkt augljósan hatursglæp þegar þeir sáu hann. Þeir rannsökuðu ekki vettvanginn almennilega, heldur létu borgarstarfsmenn hirða sönnunargögnin og henda þeim. Þegar Fréttablaðið hafði samband við lögregluna til að athuga hvað rannsókn málsins liði, fengust þau svör að lögreglumaður sem fór á vettvang hefði gefið þær upplýsingar að „einhver bréf“ hefðu verið á vettvangi, en þeim hefði bara verið hent. „Hann sagði að þetta hefði verið eitthvert bréfarusl og veit ekki einu sinni hvort það tilheyrir þessu máli eða hvort þetta var bara eitthvert rusl sem var þarna á vettvangi. Þessu var öllu hent og ég hef ekkert í höndunum um þetta svínamál,“ sagði lögreglufulltrúi, sem taldi í fyrradag ólíklegt að málið yrði rannsakað frekar. Þegar haft var samband við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í gær hafði hann ekki kynnt sér málið, þrátt fyrir fjölmiðlaumfjöllun. Einn af fjórmenningunum sem tóku þátt í brotinu hringdi hins vegar samdægurs í Útvarp Sögu og lýsti því á hendur sér. Í samtali við Bylgjuna og Vísi í gær viðurkenndi Óskar Bjarnason að hafa tekið þátt í brotinu til að mótmæla byggingu mosku og „óhelga lóðina“. Hann vitnaði til sambærilegra glæpa í Svíþjóð, en undanfarna daga hafa verið brotnir gluggar í sænskum moskum og svínalöppum hent inn. Eftir að þessi opinbera játning kom fram rankaði lögreglan við sér og tilkynnti að hún myndi kalla Óskar til yfirheyrslu á næstunni. Ljósmyndirnar sem Fréttablaðið tók á vettvangi eru líka í boði sem sönnunargögn, fyrst lögreglan lét henda hinum. Í Svíþjóð eru viðbrögð lögreglunnar með allt öðrum hætti en hér. Málin eru rannsökuð sem hatursglæpir, tæknimenn safna sönnunargögnum og gerendanna er leitað. Sömu sögu er að segja frá mörgum öðrum nálægum ríkjum, þar sem allmargir hafa hlotið sektir og fangelsisdóma á undanförnum árum fyrir það til dæmis að krota á moskur slagorð gegn múslimum. Þótt fólk sé ekki beitt ofbeldi í þessum glæpum fylgir yfirleitt sögunni að brotin hafi í för með sér óöryggi og ótta hjá múslimum, ekki sízt hjá börnum. Enda er tekið harðar á þeim en sambærilegum brotum sem ekki beinast gegn minnihlutahópum. Víða í nágrannalöndunum starfrækja lögregluyfirvöld sérstakar sveitir sem fást við hatursglæpi. Það er algjört lágmark að íslenzkir lögreglumenn fái þá fræðslu og þjálfun að þeir þekki hatursglæp þegar þeir sjá hann. Óskar Bjarnason og félagar hans eru augljóslega vitleysingar, en þeir eru hættulegir vitleysingar. Það á að taka hart á hatursglæpum gegn minnihlutahópum. Tvær greinar hegningarlaganna fjalla um slíka glæpi og liggur við þeim allt að tveggja ára fangelsi. Ef réttargæzlukerfið beitir ekki þeim lagaákvæðum þegar um augljósa hatursglæpi er að ræða stöndum við ekki undir nafni sem það opna og umburðarlynda fjölmenningarsamfélag sem við viljum vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Reynslan frá nágrannaríkjunum sýnir okkur að hatursglæpir eru einn fylgifiskur fjölmenningarsamfélagsins. Við höfum verið blessunarlega laus við þá til þessa. Einn slíkur var þó framinn í vikunni, um bjartan dag og í vitna viðurvist. Fjórir menn dreifðu svínshausum, -löppum og -blóði á lóðina í Sogamýri þar sem Félag múslima hyggst reisa mosku. Mennirnir gerðu krossa með svínsblóðinu og slettu því meðal annars á blaðsíður úr Kóraninum, trúarriti múslima. Lögreglan var kölluð til, en lögreglumennirnir virðast ekki hafa þekkt augljósan hatursglæp þegar þeir sáu hann. Þeir rannsökuðu ekki vettvanginn almennilega, heldur létu borgarstarfsmenn hirða sönnunargögnin og henda þeim. Þegar Fréttablaðið hafði samband við lögregluna til að athuga hvað rannsókn málsins liði, fengust þau svör að lögreglumaður sem fór á vettvang hefði gefið þær upplýsingar að „einhver bréf“ hefðu verið á vettvangi, en þeim hefði bara verið hent. „Hann sagði að þetta hefði verið eitthvert bréfarusl og veit ekki einu sinni hvort það tilheyrir þessu máli eða hvort þetta var bara eitthvert rusl sem var þarna á vettvangi. Þessu var öllu hent og ég hef ekkert í höndunum um þetta svínamál,“ sagði lögreglufulltrúi, sem taldi í fyrradag ólíklegt að málið yrði rannsakað frekar. Þegar haft var samband við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í gær hafði hann ekki kynnt sér málið, þrátt fyrir fjölmiðlaumfjöllun. Einn af fjórmenningunum sem tóku þátt í brotinu hringdi hins vegar samdægurs í Útvarp Sögu og lýsti því á hendur sér. Í samtali við Bylgjuna og Vísi í gær viðurkenndi Óskar Bjarnason að hafa tekið þátt í brotinu til að mótmæla byggingu mosku og „óhelga lóðina“. Hann vitnaði til sambærilegra glæpa í Svíþjóð, en undanfarna daga hafa verið brotnir gluggar í sænskum moskum og svínalöppum hent inn. Eftir að þessi opinbera játning kom fram rankaði lögreglan við sér og tilkynnti að hún myndi kalla Óskar til yfirheyrslu á næstunni. Ljósmyndirnar sem Fréttablaðið tók á vettvangi eru líka í boði sem sönnunargögn, fyrst lögreglan lét henda hinum. Í Svíþjóð eru viðbrögð lögreglunnar með allt öðrum hætti en hér. Málin eru rannsökuð sem hatursglæpir, tæknimenn safna sönnunargögnum og gerendanna er leitað. Sömu sögu er að segja frá mörgum öðrum nálægum ríkjum, þar sem allmargir hafa hlotið sektir og fangelsisdóma á undanförnum árum fyrir það til dæmis að krota á moskur slagorð gegn múslimum. Þótt fólk sé ekki beitt ofbeldi í þessum glæpum fylgir yfirleitt sögunni að brotin hafi í för með sér óöryggi og ótta hjá múslimum, ekki sízt hjá börnum. Enda er tekið harðar á þeim en sambærilegum brotum sem ekki beinast gegn minnihlutahópum. Víða í nágrannalöndunum starfrækja lögregluyfirvöld sérstakar sveitir sem fást við hatursglæpi. Það er algjört lágmark að íslenzkir lögreglumenn fái þá fræðslu og þjálfun að þeir þekki hatursglæp þegar þeir sjá hann. Óskar Bjarnason og félagar hans eru augljóslega vitleysingar, en þeir eru hættulegir vitleysingar. Það á að taka hart á hatursglæpum gegn minnihlutahópum. Tvær greinar hegningarlaganna fjalla um slíka glæpi og liggur við þeim allt að tveggja ára fangelsi. Ef réttargæzlukerfið beitir ekki þeim lagaákvæðum þegar um augljósa hatursglæpi er að ræða stöndum við ekki undir nafni sem það opna og umburðarlynda fjölmenningarsamfélag sem við viljum vera.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun