Óhófið getur verið heilsuspillandi Elín Albertsdóttir skrifar 28. nóvember 2013 15:00 Axel F. Sigurðsson hjartalæknir segir að það besta sem fólk geri um jólin sé að hreyfa sig. "Klukkutíma göngutúr eykur vellíðan og hjálpar líkamanum að höndla álagið sem fylgir jólunum.“ MYND/Daníel Axel F. Sigurðsson hjartalæknir heldur úti vinsælli netsíðu, mataraedi.is, þar sem fjallað er um mataræði, næringu og heilsu. Mataræði á aðventu og um jól truflar stundum markmið okkar um hollustu og heilbrigt líf. Axel segir gott að huga að því að borða ekki yfir sig. Um jólin dettum við í annars konar mataræði en við erum vön og borðum meira,“ segir Axel. „Þetta getur stundum haft slæm áhrif á heilsuna og þá helst ef við erum veik fyrir. Á þessum tíma borðum við umtalsvert meira af sykri en venjulega; kökur, konfekt, sætir eftirréttir og sykraðir gosdrykkir eru á borðum flestra. Sykurát eykst mikið í jólamánuðinum. Einnig borða flestir meira af kjöti, bæði feitu og mögru. Þá borðum við meira af söltum og reyktum mat en við gerum aðra daga. Hjartveikir þola mikla saltneyslu stundum illa. Hún getur aukið bjúgsöfnun og í verstu tilfellum valdið lungnabjúg. Við teljum okkur oft sjá innlagnir á hjartadeild um jól og aðrar hátíðir sem rekja má til breytts mataræðis,“ segir Axel. Hann bætir við að heilbrigðir einstaklingar þoli þó þessar breytingar oft ágætlega, þótt margir upplifi vissulega vanlíðan ef þeir gæta ekki hófs í mataræði.Miklar freistingar „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem eru að breyta um lífsstíl eða þurfa að grennast heilsunnar vegna. Freistingar eru margar, enda erum við vön að leyfa okkur örlítið meira yfir hátíðirnar. Okkur er samt öllum hollt að hugsa um hvort óhófið sé eftirsóknarvert eða bæti líðan okkar þegar upp er staðið. Mörgum okkar líður verr ef við neytum mikils sykurs. Svefn versnar oft, fólk svitnar og fær stundum hraðan eða þungan hjartslátt. Þetta ætti að vera okkur áminning um að stilla sykurneyslu í hóf. Þá getur mikil sykur- og saltneysla ýtt undir hækkun á blóðþrýstingi.“Ekki borða yfir sig Axel segist ekki geta mælt með reykta jólamatnum með tilliti til hollustu. „Jólin eru ríkur þáttur í menningu okkar og allir vilja njóta þeirra sem best. Eigi að síður er full ástæða til að vera meðvitaður um að það þarf ekki að borða yfir sig. Þeir sem hafa undirliggjandi hjartasjúkdóm ættu að neyta hangikjöts í hófi. Sama gildir um hamborgarhrygginn sem oft er býsna saltur.“ Þegar Axel er spurður hvort hann taki jólin með trompi eins og flestir landsmenn, svarar hann. „Ég leyfi mér vissulega meira en venjulega. Slíkt er hluti af jólunum og eitthvað sem er erfitt að breyta. Nú, þegar ég er kominn á miðjan aldur, þarf ég þó að hugsa vel um hvað ég set ofan í mig til að halda góðri heilsu og eðlilegri þyngd. Ég er því passasamari en ég var áður, enda þekki ég vel afleiðingar offitu og lífsstílsvandamála. Mér finnst stundum sorglegt hversu seint á ævinni fólk fer að huga að heilsunni því oft er hægt að taka í taumana miklu fyrr. Það getur verið erfitt að snúa ferlinu við þegar fólk er orðið veikt.“Hreyfing er mikilvæg Axel segir að eitt það besta sem fólk geti gert um jólin sé að hreyfa sig. „Klukkutíma göngutúr eykur vellíðan og hjálpar líkamanum að höndla álagið sem fylgir jólunum. Það er mjög hollt og gott að fara út að ganga eða skokka og mjög skynsamlegt. Rannsóknir hafa sýnt að reglubundin hreyfing hefur mjög góð áhrif á æðakerfi líkamans, lækkar blóðþrýsting og hefur jákvæð áhrif á blóðfitu, blóðsykur og tilhneigingu til sykursýki. Hreyfingin er því æðakerfinu afar mikilvæg. Ég legg mikla áherslu á það í starfi mínu að fólk hreyfi sig. Stundum finnst mér að eldra fólki finnist eðlilegt að hreyfa sig minna, en það er mikill misskilningur. Ég hef á tilfinningunni að aldraðir, sem hafa verið duglegir að hreyfa sig, séu oft frískari en hinir. Rannsóknir styðja þetta líka. Hreyfing er því stór hluti þess að halda góðri heilsu.“ Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Lestur, hefðir, hangikjöt, rjúpur og sem minnst af jólastressi Jól Lét eins og jólin væru ekki til Jól Jólin eru drengjakórar Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól
Axel F. Sigurðsson hjartalæknir heldur úti vinsælli netsíðu, mataraedi.is, þar sem fjallað er um mataræði, næringu og heilsu. Mataræði á aðventu og um jól truflar stundum markmið okkar um hollustu og heilbrigt líf. Axel segir gott að huga að því að borða ekki yfir sig. Um jólin dettum við í annars konar mataræði en við erum vön og borðum meira,“ segir Axel. „Þetta getur stundum haft slæm áhrif á heilsuna og þá helst ef við erum veik fyrir. Á þessum tíma borðum við umtalsvert meira af sykri en venjulega; kökur, konfekt, sætir eftirréttir og sykraðir gosdrykkir eru á borðum flestra. Sykurát eykst mikið í jólamánuðinum. Einnig borða flestir meira af kjöti, bæði feitu og mögru. Þá borðum við meira af söltum og reyktum mat en við gerum aðra daga. Hjartveikir þola mikla saltneyslu stundum illa. Hún getur aukið bjúgsöfnun og í verstu tilfellum valdið lungnabjúg. Við teljum okkur oft sjá innlagnir á hjartadeild um jól og aðrar hátíðir sem rekja má til breytts mataræðis,“ segir Axel. Hann bætir við að heilbrigðir einstaklingar þoli þó þessar breytingar oft ágætlega, þótt margir upplifi vissulega vanlíðan ef þeir gæta ekki hófs í mataræði.Miklar freistingar „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem eru að breyta um lífsstíl eða þurfa að grennast heilsunnar vegna. Freistingar eru margar, enda erum við vön að leyfa okkur örlítið meira yfir hátíðirnar. Okkur er samt öllum hollt að hugsa um hvort óhófið sé eftirsóknarvert eða bæti líðan okkar þegar upp er staðið. Mörgum okkar líður verr ef við neytum mikils sykurs. Svefn versnar oft, fólk svitnar og fær stundum hraðan eða þungan hjartslátt. Þetta ætti að vera okkur áminning um að stilla sykurneyslu í hóf. Þá getur mikil sykur- og saltneysla ýtt undir hækkun á blóðþrýstingi.“Ekki borða yfir sig Axel segist ekki geta mælt með reykta jólamatnum með tilliti til hollustu. „Jólin eru ríkur þáttur í menningu okkar og allir vilja njóta þeirra sem best. Eigi að síður er full ástæða til að vera meðvitaður um að það þarf ekki að borða yfir sig. Þeir sem hafa undirliggjandi hjartasjúkdóm ættu að neyta hangikjöts í hófi. Sama gildir um hamborgarhrygginn sem oft er býsna saltur.“ Þegar Axel er spurður hvort hann taki jólin með trompi eins og flestir landsmenn, svarar hann. „Ég leyfi mér vissulega meira en venjulega. Slíkt er hluti af jólunum og eitthvað sem er erfitt að breyta. Nú, þegar ég er kominn á miðjan aldur, þarf ég þó að hugsa vel um hvað ég set ofan í mig til að halda góðri heilsu og eðlilegri þyngd. Ég er því passasamari en ég var áður, enda þekki ég vel afleiðingar offitu og lífsstílsvandamála. Mér finnst stundum sorglegt hversu seint á ævinni fólk fer að huga að heilsunni því oft er hægt að taka í taumana miklu fyrr. Það getur verið erfitt að snúa ferlinu við þegar fólk er orðið veikt.“Hreyfing er mikilvæg Axel segir að eitt það besta sem fólk geti gert um jólin sé að hreyfa sig. „Klukkutíma göngutúr eykur vellíðan og hjálpar líkamanum að höndla álagið sem fylgir jólunum. Það er mjög hollt og gott að fara út að ganga eða skokka og mjög skynsamlegt. Rannsóknir hafa sýnt að reglubundin hreyfing hefur mjög góð áhrif á æðakerfi líkamans, lækkar blóðþrýsting og hefur jákvæð áhrif á blóðfitu, blóðsykur og tilhneigingu til sykursýki. Hreyfingin er því æðakerfinu afar mikilvæg. Ég legg mikla áherslu á það í starfi mínu að fólk hreyfi sig. Stundum finnst mér að eldra fólki finnist eðlilegt að hreyfa sig minna, en það er mikill misskilningur. Ég hef á tilfinningunni að aldraðir, sem hafa verið duglegir að hreyfa sig, séu oft frískari en hinir. Rannsóknir styðja þetta líka. Hreyfing er því stór hluti þess að halda góðri heilsu.“
Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Lestur, hefðir, hangikjöt, rjúpur og sem minnst af jólastressi Jól Lét eins og jólin væru ekki til Jól Jólin eru drengjakórar Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól