Kakóið lokkar fólk af stað Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. nóvember 2013 17:00 Hlaupahópurinn Laugaskokk varð til árið 2004. Fljótlega varð það föst venja að enda eitt laugardagshlaupið á aðventunni heima hjá Davíð í heitu kakói og kökum. Davíð stendur fremst til hægri á myndinni.mynd/valli Davíð Björnsson tók upp á því að hita fullan pott af kakói og bjóða félögum sínum í hlaupahópnum Laugaskokki upp á bolla eftir góðan hring á aðventunni. Kakóhlaupið er orðið að fastri venju. "Fljótlega eftir að Laugaskokk varð til fyrir níu árum fórum við að hlaupa eitt laugardagshlaupið í kringum Elliðavatn þegar nær dró jólum. Þar er sérstaklega fallegt að hlaupa á aðventunni, ég tala nú ekki um ef það hefur snjóað. Eftir hlaupið hittist allur hópurinn heima hjá mér yfir heitu kakói,“ segir Davíð Björnsson, hlaupagikkur með meiru, en hann er einn af upphafsmönnum hlaupahópsins Laugaskokks. „Oft erum við að hlaupa í kringum 13 kílómetra þennan laugardag og yfirleitt er vel mætt í kakóhlaupið. Það er nefnilega oft erfiðara að drösla sér af stað út þegar orðið er svona dimmt og þá hjálpar til að eiga von á einhverju skemmtilegu í lok hlaups,“ segir Davíð.Davíð hitar kakóið í 15 lítra potti og ekki veitir víst af. Hópurinn leggur til smákökur og fleira gott.„Ég er vanur að hita kakóið í 15 lítra potti og veitir ekkert af. Svo er auðvitað þeyttur rjómi með og hópurinn leggur líka oft til smákökur með kakóinu.“ Davíð hefur stundað útihlaup í mörg ár og segir engu máli skipta hvort hlaupadagar hitti á hátíðisdaga eða ekki. Það sé rútína sem skipti máli, hlaupin séu ekki tímabundið átak heldur lífsstíll. „Það er bara regla að drífa sig út að hlaupa enda er það rútínan sem skilar manni mestu. Flestir í þessum hópi fara alltaf 3-4 sinnum út að hlaupa í viku, hvort sem það eru jól eða ekki. Hlauparar eru svolítið sérvitur hópur og mjög fastheldinn,“ segir Davíð sposkur. En hvað er svona gott við að hlaupa? „Það eru eflaust til hundrað mismunandi svör við því. Það er svo gott að vera úti í hreina loftinu og hlaup eru líka hreyfing sem allir eiga auðvelt með að stunda. Þegar hægt er að hlaupa í eins fallegu umhverfi og við fáum í Elliðaárdal eða Laugardal, þá eru þetta forréttindi.“ 15 lítrar af heitu súkkulaði 15 l mjólk 1.800 g Síríus Konsum súkkulaði 2 l rjómi, þeyttur Hitið mjólk að suðu og bætið súkkulaðinu í bitum út í heita mjólkina. Takið af hitanum og hrærið í þar til súkkulaðið hefur bráðnað saman við mjólkina. Hellið súkkulaðinu í bolla og setjið þeyttan rjóma ofan á. Uppskrift fengin af heimasíðu Nóa Síríusar og löguð að 15 lítrum. Jólafréttir Mest lesið Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Lestur, hefðir, hangikjöt, rjúpur og sem minnst af jólastressi Jól Jólin eru drengjakórar Jól Lét eins og jólin væru ekki til Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól
Davíð Björnsson tók upp á því að hita fullan pott af kakói og bjóða félögum sínum í hlaupahópnum Laugaskokki upp á bolla eftir góðan hring á aðventunni. Kakóhlaupið er orðið að fastri venju. "Fljótlega eftir að Laugaskokk varð til fyrir níu árum fórum við að hlaupa eitt laugardagshlaupið í kringum Elliðavatn þegar nær dró jólum. Þar er sérstaklega fallegt að hlaupa á aðventunni, ég tala nú ekki um ef það hefur snjóað. Eftir hlaupið hittist allur hópurinn heima hjá mér yfir heitu kakói,“ segir Davíð Björnsson, hlaupagikkur með meiru, en hann er einn af upphafsmönnum hlaupahópsins Laugaskokks. „Oft erum við að hlaupa í kringum 13 kílómetra þennan laugardag og yfirleitt er vel mætt í kakóhlaupið. Það er nefnilega oft erfiðara að drösla sér af stað út þegar orðið er svona dimmt og þá hjálpar til að eiga von á einhverju skemmtilegu í lok hlaups,“ segir Davíð.Davíð hitar kakóið í 15 lítra potti og ekki veitir víst af. Hópurinn leggur til smákökur og fleira gott.„Ég er vanur að hita kakóið í 15 lítra potti og veitir ekkert af. Svo er auðvitað þeyttur rjómi með og hópurinn leggur líka oft til smákökur með kakóinu.“ Davíð hefur stundað útihlaup í mörg ár og segir engu máli skipta hvort hlaupadagar hitti á hátíðisdaga eða ekki. Það sé rútína sem skipti máli, hlaupin séu ekki tímabundið átak heldur lífsstíll. „Það er bara regla að drífa sig út að hlaupa enda er það rútínan sem skilar manni mestu. Flestir í þessum hópi fara alltaf 3-4 sinnum út að hlaupa í viku, hvort sem það eru jól eða ekki. Hlauparar eru svolítið sérvitur hópur og mjög fastheldinn,“ segir Davíð sposkur. En hvað er svona gott við að hlaupa? „Það eru eflaust til hundrað mismunandi svör við því. Það er svo gott að vera úti í hreina loftinu og hlaup eru líka hreyfing sem allir eiga auðvelt með að stunda. Þegar hægt er að hlaupa í eins fallegu umhverfi og við fáum í Elliðaárdal eða Laugardal, þá eru þetta forréttindi.“ 15 lítrar af heitu súkkulaði 15 l mjólk 1.800 g Síríus Konsum súkkulaði 2 l rjómi, þeyttur Hitið mjólk að suðu og bætið súkkulaðinu í bitum út í heita mjólkina. Takið af hitanum og hrærið í þar til súkkulaðið hefur bráðnað saman við mjólkina. Hellið súkkulaðinu í bolla og setjið þeyttan rjóma ofan á. Uppskrift fengin af heimasíðu Nóa Síríusar og löguð að 15 lítrum.
Jólafréttir Mest lesið Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Lestur, hefðir, hangikjöt, rjúpur og sem minnst af jólastressi Jól Jólin eru drengjakórar Jól Lét eins og jólin væru ekki til Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól