Börnin baka jólaskrautið 2. desember 2013 13:00 Með því að setja matarlit út í deigið er hægt að snúa saman mislitar pylsur og búa til kransa og jólasveinastafi. Mynd/Daníel Heimatilbúið leikdeig er bráðsniðugt í jólaföndrið fyrir krakkana á aðventunni en það má þurrka eða baka í ofni og mála svo í viðeigandi litum. Með því að bæta matarlit út í deigið verður það enn þá einfaldara. Aðventan er tími fjölskyldunnar til að setjast niður með krökkunum og búa eitthvað til. Pappír er sígilt hráefni í föndurgerð en ekki endingargott að sama skapi. Trölladeig eða leikdeig er bæði einfalt og ódýrt að búa til heima. Úr því má móta fígúrur og skraut sem endist vel milli ára því deigið má baka í ofni eða þurrka og mála svo með þekjulitum. Með því að setja matarlit út í deigið má einfalda málin enn meira. Dragið fram piparkökumótin og skerið út stjörnur og jólatré. Sniðugt er að gera gat í kökurnar til að þræða í gegnum þau borða og hengja upp.Trölladeig eða leikdeig 300 g fínt borðsalt 6 dl sjóðandi vatn matarlitur 1 msk. matarolía 300 g hveiti Setjið borðsaltið í skál og hellið vatninu yfir ásamt matarolíu og matarlit. Gott er að vera í gúmmíhönskum. Hrærið hveitið smátt og smátt saman við þar til leirkúla hefur myndast. Hnoðið deigið í höndunum þar til það er orðið mjúkt og teygjanlegt. Bætið við hveiti eftir þörfum. Bökunartími fer eftir þykkt þess sem mótað er úr deiginu.Þunnar fígúrur er nóg að baka í ofni við 175°C í 90 mínútur en þykkan aðventukrans þyrfti að baka í tvær til þrjár klukkustundir. Uppskriftin er fengin af www.eldhus.is.Piparkökumótin koma að góðum notum í trölladeigið. Jólafréttir Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólin magnað ritúal Jól Elli í Jeff who?: Pakkar eru must Jól Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Jólaboð Afa árið 1988 Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 3. desember Jól Ég sá mömmu kyssa jólasvein Jól Herbert Guðmunds: Pekingönd ómissandi á aðfangadagskvöld Jól Fimleikastelpur í hátíðarskapi Jólin
Heimatilbúið leikdeig er bráðsniðugt í jólaföndrið fyrir krakkana á aðventunni en það má þurrka eða baka í ofni og mála svo í viðeigandi litum. Með því að bæta matarlit út í deigið verður það enn þá einfaldara. Aðventan er tími fjölskyldunnar til að setjast niður með krökkunum og búa eitthvað til. Pappír er sígilt hráefni í föndurgerð en ekki endingargott að sama skapi. Trölladeig eða leikdeig er bæði einfalt og ódýrt að búa til heima. Úr því má móta fígúrur og skraut sem endist vel milli ára því deigið má baka í ofni eða þurrka og mála svo með þekjulitum. Með því að setja matarlit út í deigið má einfalda málin enn meira. Dragið fram piparkökumótin og skerið út stjörnur og jólatré. Sniðugt er að gera gat í kökurnar til að þræða í gegnum þau borða og hengja upp.Trölladeig eða leikdeig 300 g fínt borðsalt 6 dl sjóðandi vatn matarlitur 1 msk. matarolía 300 g hveiti Setjið borðsaltið í skál og hellið vatninu yfir ásamt matarolíu og matarlit. Gott er að vera í gúmmíhönskum. Hrærið hveitið smátt og smátt saman við þar til leirkúla hefur myndast. Hnoðið deigið í höndunum þar til það er orðið mjúkt og teygjanlegt. Bætið við hveiti eftir þörfum. Bökunartími fer eftir þykkt þess sem mótað er úr deiginu.Þunnar fígúrur er nóg að baka í ofni við 175°C í 90 mínútur en þykkan aðventukrans þyrfti að baka í tvær til þrjár klukkustundir. Uppskriftin er fengin af www.eldhus.is.Piparkökumótin koma að góðum notum í trölladeigið.
Jólafréttir Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólin magnað ritúal Jól Elli í Jeff who?: Pakkar eru must Jól Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Jólaboð Afa árið 1988 Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 3. desember Jól Ég sá mömmu kyssa jólasvein Jól Herbert Guðmunds: Pekingönd ómissandi á aðfangadagskvöld Jól Fimleikastelpur í hátíðarskapi Jólin