Hátíðleg kertaljósastund Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2013 12:00 Díana Allansdóttir með Jóni Þresti Ólafssyni, blómaskreytingameistarara hjá Blómavali. Aðventukransinn er í Bollywood-stíl, með hvítum eikarlaufum, litríkum kúlum, kertum og skrauti. myndir/gva „Allt sem er hefðbundið er allsráðandi fyrir jólin og efniviðurinn sóttur út í náttúruna,“ segir Díana Allansdóttir, deildarstjóri hjá Blómavali. Díana fékk Jón Þröst Ólafsson, margfaldan Íslandsmeistara í blómaskreytingum, til að útbúa fallega aðventukransa. „Samsetning jólaskreytinga úr silfri og rauðu er einnig hæstmóðins en ríkjandi föndurefni í aðventukransa er trjábörkur, könglar, ber, greni og kerti í hlýlegum, náttúrulegum tónum. Til að gera skreytingarnar enn jólalegri er svo fallegt að tylla styttum, jólakúlum eða öðru skrauti á kertabakka eða kransana sjálfa,“ segir Díana. Nýjasta tíska í jólaskreytingum kallast Bollywood og ber með sér áhrif frá Austurlöndum fjær. „Þar eru sterkbláir, grænir og fjólubláir litir ríkjandi og kransarnir hafðir íburðarmiklir og dálítið ofhlaðnir.“Hefðbundinn, gamaldags aðventukrans með rauðum kertum, könglum og jólasveppum hittir í mark þessi jól.Mjúkir, náttúrulegir litatónar eru nú vinsælir í aðventuskreytingar og hráefnið sótt í náttúruna ásamt einstaka fallegu jólaskrauti.Ofnir kransar sem skreyttir eru til hálfs eru í tísku núna. Hér er notast við gervigreni og gerviber.Austurlensk Bollywood-áhrif eru hæstmóðins nú í gerð jólaskreytinga og blandað saman skærum litum og glysmiklu jólaskrauti.Skemmtilegur krans sem má narta í á aðventunni, fylltur sælgæti, ávöxtum, hnetum og döðlum. Föndur Jólaskraut Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Rafræn jólakort Jólin Jólalegt í Fjölskyldu- og húsdýrag Jól Nú skal segja Jól Simmi: Hreindýralundir og jólaís Jólin Kveikjum einu kerti á Jól
„Allt sem er hefðbundið er allsráðandi fyrir jólin og efniviðurinn sóttur út í náttúruna,“ segir Díana Allansdóttir, deildarstjóri hjá Blómavali. Díana fékk Jón Þröst Ólafsson, margfaldan Íslandsmeistara í blómaskreytingum, til að útbúa fallega aðventukransa. „Samsetning jólaskreytinga úr silfri og rauðu er einnig hæstmóðins en ríkjandi föndurefni í aðventukransa er trjábörkur, könglar, ber, greni og kerti í hlýlegum, náttúrulegum tónum. Til að gera skreytingarnar enn jólalegri er svo fallegt að tylla styttum, jólakúlum eða öðru skrauti á kertabakka eða kransana sjálfa,“ segir Díana. Nýjasta tíska í jólaskreytingum kallast Bollywood og ber með sér áhrif frá Austurlöndum fjær. „Þar eru sterkbláir, grænir og fjólubláir litir ríkjandi og kransarnir hafðir íburðarmiklir og dálítið ofhlaðnir.“Hefðbundinn, gamaldags aðventukrans með rauðum kertum, könglum og jólasveppum hittir í mark þessi jól.Mjúkir, náttúrulegir litatónar eru nú vinsælir í aðventuskreytingar og hráefnið sótt í náttúruna ásamt einstaka fallegu jólaskrauti.Ofnir kransar sem skreyttir eru til hálfs eru í tísku núna. Hér er notast við gervigreni og gerviber.Austurlensk Bollywood-áhrif eru hæstmóðins nú í gerð jólaskreytinga og blandað saman skærum litum og glysmiklu jólaskrauti.Skemmtilegur krans sem má narta í á aðventunni, fylltur sælgæti, ávöxtum, hnetum og döðlum.
Föndur Jólaskraut Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Rafræn jólakort Jólin Jólalegt í Fjölskyldu- og húsdýrag Jól Nú skal segja Jól Simmi: Hreindýralundir og jólaís Jólin Kveikjum einu kerti á Jól