Nauðsynlegt að prófa og leika sér 26. nóvember 2013 21:00 Það er eitthvað jólalegt við rugguhestana að sögn Emilíu Örlygsdóttur, forstöðumanns Söguseturs íslenska hestsins. MYND/ÚR EINKASAFNI Stórskemmtileg sýning á rugguhestum stendur nú yfir á Sögusetri íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal. Sýningin er opin í desember og verður boðið upp á kakó og rugguhestapiparkökur enda er markmið að bjóða upp á jólalega og kósý stemningu að sögn Emilíu Örlygsdóttur, forstöðumanns Söguseturs íslenska hestsins. „Við erum með fastasýningu á neðri hæð Sögusetursins en á efri hæðinni er rúmgóður og bjartur salur. Mér fannst tilvalið að setja þar upp sýningu fyrir alla fjölskylduna á þessum árstíma og úr varð rugguhestasýningin. Mér hefur alltaf fundist eitthvað jólalegt við þá þótt auðvitað sé hægt að leika sér á þeim allt árið.“ Að sögn Emilíu eru rugguhestarnir héðan og þaðan. „Ég varð mér úti um tólf rugguhesta, einn hest á hjólum og einn hest á priki. Þrír þeirra eru í einkaeign, fimm fékk ég að láni frá leikskólum í Reykjavík, Hofsósi og Hólum, þrjá af Leikfangasýningunni í Friðbjarnarhúsi á Akureyri og þrír eru frá Ásgarði í Mosfellsbæ sem er verndaður vinnustaður.“ Hún segir suma hestana svo gamla og hafa verið í eigu svo margra að enginn veit lengur neitt um uppruna þeirra. „Leikskólahestarnir og hestarnir af Leikfangasýningunni voru til dæmis flestir í einkaeign áður. Öllum hestunum fylgir smá saga á sýningunni og það má prófa þá alla. Ég vildi ekki vera með neina sparihesta því það er ekkert gaman fyrir börn að koma á sýningar með leikföngum ef það má ekki leika sér aðeins að þeim.“ Hún segir það hafa verið skemmtilega vinnu að smala öllu þessu stóði saman. „Það er athyglisvert að rugguhestar virðast halda sig svolítið saman. Þegar ég hef fengið upplýsingar um að einhvers staðar sé til rugguhestur hefur oftast komið í ljós að það eru til fleiri á sama stað eða eigendurnir hafa getað bent mér á fleiri hesta í eigu ættingja eða vina.“ Það var notaleg jólastemning á Sögusetrinu í nóvember að sögn Emilíu og mun örugglega bara aukast í desember. „Það er mjög jólalegt um að litast hjá okkur og notalegt að koma hingað inn úr kuldanum. Hér eru borð og stólar í bæði fullorðins- og barnastærðum og hægt að setjast niður og spjalla eða dunda sér við að lita rugguhestamyndir og hlusta á hugljúf jólalög á meðan piparkökurnar eru maulaðar.“ Sögusetur íslenska hestsins er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13-16. Sunnudaginn 15. desember verður líka opið frá kl. 13-16. Frekari upplýsingar um opnunartíma og um sýninguna má finna á www.sogusetur.is. Mest lesið Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Lestur, hefðir, hangikjöt, rjúpur og sem minnst af jólastressi Jól Jólin eru drengjakórar Jól Lét eins og jólin væru ekki til Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól
Stórskemmtileg sýning á rugguhestum stendur nú yfir á Sögusetri íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal. Sýningin er opin í desember og verður boðið upp á kakó og rugguhestapiparkökur enda er markmið að bjóða upp á jólalega og kósý stemningu að sögn Emilíu Örlygsdóttur, forstöðumanns Söguseturs íslenska hestsins. „Við erum með fastasýningu á neðri hæð Sögusetursins en á efri hæðinni er rúmgóður og bjartur salur. Mér fannst tilvalið að setja þar upp sýningu fyrir alla fjölskylduna á þessum árstíma og úr varð rugguhestasýningin. Mér hefur alltaf fundist eitthvað jólalegt við þá þótt auðvitað sé hægt að leika sér á þeim allt árið.“ Að sögn Emilíu eru rugguhestarnir héðan og þaðan. „Ég varð mér úti um tólf rugguhesta, einn hest á hjólum og einn hest á priki. Þrír þeirra eru í einkaeign, fimm fékk ég að láni frá leikskólum í Reykjavík, Hofsósi og Hólum, þrjá af Leikfangasýningunni í Friðbjarnarhúsi á Akureyri og þrír eru frá Ásgarði í Mosfellsbæ sem er verndaður vinnustaður.“ Hún segir suma hestana svo gamla og hafa verið í eigu svo margra að enginn veit lengur neitt um uppruna þeirra. „Leikskólahestarnir og hestarnir af Leikfangasýningunni voru til dæmis flestir í einkaeign áður. Öllum hestunum fylgir smá saga á sýningunni og það má prófa þá alla. Ég vildi ekki vera með neina sparihesta því það er ekkert gaman fyrir börn að koma á sýningar með leikföngum ef það má ekki leika sér aðeins að þeim.“ Hún segir það hafa verið skemmtilega vinnu að smala öllu þessu stóði saman. „Það er athyglisvert að rugguhestar virðast halda sig svolítið saman. Þegar ég hef fengið upplýsingar um að einhvers staðar sé til rugguhestur hefur oftast komið í ljós að það eru til fleiri á sama stað eða eigendurnir hafa getað bent mér á fleiri hesta í eigu ættingja eða vina.“ Það var notaleg jólastemning á Sögusetrinu í nóvember að sögn Emilíu og mun örugglega bara aukast í desember. „Það er mjög jólalegt um að litast hjá okkur og notalegt að koma hingað inn úr kuldanum. Hér eru borð og stólar í bæði fullorðins- og barnastærðum og hægt að setjast niður og spjalla eða dunda sér við að lita rugguhestamyndir og hlusta á hugljúf jólalög á meðan piparkökurnar eru maulaðar.“ Sögusetur íslenska hestsins er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13-16. Sunnudaginn 15. desember verður líka opið frá kl. 13-16. Frekari upplýsingar um opnunartíma og um sýninguna má finna á www.sogusetur.is.
Mest lesið Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Lestur, hefðir, hangikjöt, rjúpur og sem minnst af jólastressi Jól Jólin eru drengjakórar Jól Lét eins og jólin væru ekki til Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól