Staðalímyndir látnar lönd og leið Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 25. nóvember 2013 11:00 Randalín og Mundi eftir Þórdísi Gísladóttur Bækur: Randalín og Mundi í Leynilundi Þórdís Gísladóttir Bjartur Sagan um Randalín og Munda í Leynilundi er sjálfstætt framhald bókarinnar Randalín og Mundi eftir Þórdísi Gísladóttur sem kom út árið 2012. Sú hlaut Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana sama ár. Nýja bókin um vinina ætti ekki að valda neinum vonbrigðum. Hún skartar hressum sögupersónum sem eru bæði frumlegar og uppátækjasamar. Sagan segir frá því þegar pabbi Randalínar skellir sér óvænt til London yfir helgi. Á meðan dvelur hún ásamt Munda vini sínum hjá vinum föður síns í Leynilundi. Í sveitinni verður alls konar fólk á vegi þeirra. Þau hitta tvíburasystur sem búa við kirkju, rækta hunda og skapa list, hljóðlátan fuglafræðing, strokufanga og fleiri kynlega kvisti. Sagan sver sig í ætt við bækur Astrid Lindgren, til dæmis Lottu og Börnin í Ólátagarði, þar sem hversdagslegt líf fyllist ævintýralegum blæ. Myndskreytingar Þórarins M. Baldurssonar eru fullar af skemmtilegum smáatriðum og auðvelt er að gleyma sér. Líklega munu einhver börn laumast í trélitina og fylla upp í línuteikningarnar. Myndirnar passa vel við lengd sögunnar og undirstrika glettnina sem býr í textanum. Bókin er laus við staðalímyndir. Faðir Randalínar er samkynhneigður og krakkarnir dvelja yfir helgi hjá hommapari sem býr í sumarbústað. Samkynhneigð verður þó aldrei að umfjöllunarefni, heldur er sagan sögð út frá sjónarhóli barnanna. Enda kippa börn sér yfirleitt ekki upp við óhefðbundin fjölskyldumynstur og ættu sannarlega að vera fyrirmyndir margra í þeim efnum. Sagan fjallar meira um líf barnanna en börnin sjálf, ef svo mætti að orði komast, og undirrituð saknaði þess að fá ekki meiri innsýn í hugarheim þeirra. Aðalpersónan, Randalín, sem vill helst alltaf vera berfætt, er sérstaklega skemmtilegur karakter sem mætti gjarnan fá hljómmeiri rödd í sögunni. Bókin er auðlesin og hæfileg að lengd fyrir unga lestrarhesta og einnig tilvalin sem framhaldssaga fyrir svefninn. Hún er einföld, laus við dramatík og spennu og reynir ekki á sálarlíf lesandans. Frásögnin er hins vegar uppfull af húmor svo börn og fullorðnir ættu að skella upp úr, eða í það minnsta brosa út í annað.Niðurstaða: Bókin er vel heppnuð og einföld saga fyrir börn og myndskreytingarnar líflegar og í takt við söguna. Sagan er hlýleg og bráðfyndin og lætur staðalímyndir lönd og leið. Gagnrýni Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Randalín og Mundi í Leynilundi Þórdís Gísladóttir Bjartur Sagan um Randalín og Munda í Leynilundi er sjálfstætt framhald bókarinnar Randalín og Mundi eftir Þórdísi Gísladóttur sem kom út árið 2012. Sú hlaut Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana sama ár. Nýja bókin um vinina ætti ekki að valda neinum vonbrigðum. Hún skartar hressum sögupersónum sem eru bæði frumlegar og uppátækjasamar. Sagan segir frá því þegar pabbi Randalínar skellir sér óvænt til London yfir helgi. Á meðan dvelur hún ásamt Munda vini sínum hjá vinum föður síns í Leynilundi. Í sveitinni verður alls konar fólk á vegi þeirra. Þau hitta tvíburasystur sem búa við kirkju, rækta hunda og skapa list, hljóðlátan fuglafræðing, strokufanga og fleiri kynlega kvisti. Sagan sver sig í ætt við bækur Astrid Lindgren, til dæmis Lottu og Börnin í Ólátagarði, þar sem hversdagslegt líf fyllist ævintýralegum blæ. Myndskreytingar Þórarins M. Baldurssonar eru fullar af skemmtilegum smáatriðum og auðvelt er að gleyma sér. Líklega munu einhver börn laumast í trélitina og fylla upp í línuteikningarnar. Myndirnar passa vel við lengd sögunnar og undirstrika glettnina sem býr í textanum. Bókin er laus við staðalímyndir. Faðir Randalínar er samkynhneigður og krakkarnir dvelja yfir helgi hjá hommapari sem býr í sumarbústað. Samkynhneigð verður þó aldrei að umfjöllunarefni, heldur er sagan sögð út frá sjónarhóli barnanna. Enda kippa börn sér yfirleitt ekki upp við óhefðbundin fjölskyldumynstur og ættu sannarlega að vera fyrirmyndir margra í þeim efnum. Sagan fjallar meira um líf barnanna en börnin sjálf, ef svo mætti að orði komast, og undirrituð saknaði þess að fá ekki meiri innsýn í hugarheim þeirra. Aðalpersónan, Randalín, sem vill helst alltaf vera berfætt, er sérstaklega skemmtilegur karakter sem mætti gjarnan fá hljómmeiri rödd í sögunni. Bókin er auðlesin og hæfileg að lengd fyrir unga lestrarhesta og einnig tilvalin sem framhaldssaga fyrir svefninn. Hún er einföld, laus við dramatík og spennu og reynir ekki á sálarlíf lesandans. Frásögnin er hins vegar uppfull af húmor svo börn og fullorðnir ættu að skella upp úr, eða í það minnsta brosa út í annað.Niðurstaða: Bókin er vel heppnuð og einföld saga fyrir börn og myndskreytingarnar líflegar og í takt við söguna. Sagan er hlýleg og bráðfyndin og lætur staðalímyndir lönd og leið.
Gagnrýni Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira