Fagnar þjálfaraskiptunum Stefán Árni Pálsson skrifar 1. október 2013 07:56 Skúli Jón Friðgeirsson var að gefast upp á Jörgen Lennartsson sem var ekki búinn að leyfa honum að spila neitt í ár. NordicPhotos/Getty Skúli Jón Friðgeirsson gekk í raðir sænska knattspyrnuliðsins Elfsborg vorið 2012 og varð hann strax sænskur meistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Núverandi tímabil hefur í raun verið martröð fyrir leikmanninn sem hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með liðinu og verið út í kuldanum en Jörgen Lennartsson hefur ekki haft mikla trú á leikmanninum. Lennartsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins og spurning hvort Skúli Jón fái nýtt tækifæri hjá Elfsborg.Eins manns dauði er annars brauð „Eins manns dauði er annars manns brauð á kannski vel við fyrir mig í dag,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson. „Það er auðvitað alltaf leiðinlegt þegar menn eru látnir fara, þetta var fínn karl en fyrir mig fótboltalega var þetta það besta sem gat gerst. Ég hef ekki spilað eina einustu mínútu í deildinni á tímabilinu.“ Elfsborg er í sjötta sæti deildarinnar og getur með engu móti varið titilinn í ár. Skúli Jón gerði upphaflega fjögurra ára samning við sænska liðið en það er spurning hvort hann verði áfram hjá liðinu. „Ég meiddist nokkuð illa á mínu fyrsta tímabili og var í burtu stóran hluta. Eftir að ég kem til baka úr meiðslunum átti ég í raun aldrei séns á að komast í liðið. Þjálfarinn gaf mér aldrei tækifærið og mér fannst alltaf eins og hann væri bara búinn að ákveða að nota mig ekki.“ Skúli Jón hefur samt sem áður ekki enn farið frá liðinu og alltaf haldið í vonina. Hann var samt sem áður, þar til í gær, á leiðinni frá Elfsborg.Þekki Klas Ingesson ekki mikið „Ég vonaðist til þess að komast í byrjunarliðið í upphafi tímabilsins og ákvað að gefa þessu séns en síðan þegar leið á sást að ég var ekkert að fara að spila. Ef þú hefðir spurt mig í gær hvort ég myndi vera áfram hjá liðinu þá hefði svar mitt verið skýrt, ég ætlaði mér að fara. Staðan er allt í einu orðin allt önnur og ég verð núna að skoða mín mál vel.“ Klas Ingesson, fyrrum landsliðsmaður og unglingaþjálfari hjá félaginu, stýrir liðinu út leiktíðina en aðeins eru fjórar umferðir eftir. Ingesson vann brons með Svíum á HM 1994. „Ég þekki hann ekki mikið, hann hefur mikið verið að vinna með unglingaliðinu. Það er samt sem áður ljóst að hann mun ekki stýra liðinu á næsta tímabili þar sem hann hefur ekki nægilega mikla þjálfaramenntun og því verð ég bara að bíða og sjá hvað gerist.“ Skúli Jón kom til Svíþjóðar frá KR þar sem hann er alinn upp en hann varð tvöfaldur meistari á síðasta tímabili sínu í Vesturbænum. „Það er ekki á dagskránni hjá mér að koma heim, en ef ég tek ákvörðun um að vera ekki lengur hjá Elfsborg og ekkert annað spennandi kemur upp getur það vel komið til að maður komi heim. Þá kemur auðvitað bara eitt lið til greina og það er KR.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Skúli Jón Friðgeirsson gekk í raðir sænska knattspyrnuliðsins Elfsborg vorið 2012 og varð hann strax sænskur meistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Núverandi tímabil hefur í raun verið martröð fyrir leikmanninn sem hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með liðinu og verið út í kuldanum en Jörgen Lennartsson hefur ekki haft mikla trú á leikmanninum. Lennartsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins og spurning hvort Skúli Jón fái nýtt tækifæri hjá Elfsborg.Eins manns dauði er annars brauð „Eins manns dauði er annars manns brauð á kannski vel við fyrir mig í dag,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson. „Það er auðvitað alltaf leiðinlegt þegar menn eru látnir fara, þetta var fínn karl en fyrir mig fótboltalega var þetta það besta sem gat gerst. Ég hef ekki spilað eina einustu mínútu í deildinni á tímabilinu.“ Elfsborg er í sjötta sæti deildarinnar og getur með engu móti varið titilinn í ár. Skúli Jón gerði upphaflega fjögurra ára samning við sænska liðið en það er spurning hvort hann verði áfram hjá liðinu. „Ég meiddist nokkuð illa á mínu fyrsta tímabili og var í burtu stóran hluta. Eftir að ég kem til baka úr meiðslunum átti ég í raun aldrei séns á að komast í liðið. Þjálfarinn gaf mér aldrei tækifærið og mér fannst alltaf eins og hann væri bara búinn að ákveða að nota mig ekki.“ Skúli Jón hefur samt sem áður ekki enn farið frá liðinu og alltaf haldið í vonina. Hann var samt sem áður, þar til í gær, á leiðinni frá Elfsborg.Þekki Klas Ingesson ekki mikið „Ég vonaðist til þess að komast í byrjunarliðið í upphafi tímabilsins og ákvað að gefa þessu séns en síðan þegar leið á sást að ég var ekkert að fara að spila. Ef þú hefðir spurt mig í gær hvort ég myndi vera áfram hjá liðinu þá hefði svar mitt verið skýrt, ég ætlaði mér að fara. Staðan er allt í einu orðin allt önnur og ég verð núna að skoða mín mál vel.“ Klas Ingesson, fyrrum landsliðsmaður og unglingaþjálfari hjá félaginu, stýrir liðinu út leiktíðina en aðeins eru fjórar umferðir eftir. Ingesson vann brons með Svíum á HM 1994. „Ég þekki hann ekki mikið, hann hefur mikið verið að vinna með unglingaliðinu. Það er samt sem áður ljóst að hann mun ekki stýra liðinu á næsta tímabili þar sem hann hefur ekki nægilega mikla þjálfaramenntun og því verð ég bara að bíða og sjá hvað gerist.“ Skúli Jón kom til Svíþjóðar frá KR þar sem hann er alinn upp en hann varð tvöfaldur meistari á síðasta tímabili sínu í Vesturbænum. „Það er ekki á dagskránni hjá mér að koma heim, en ef ég tek ákvörðun um að vera ekki lengur hjá Elfsborg og ekkert annað spennandi kemur upp getur það vel komið til að maður komi heim. Þá kemur auðvitað bara eitt lið til greina og það er KR.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast