Partaframleiðendur játa stórfellt samráð Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. september 2013 12:00 Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, notast við kynningarmynd af bílapörtum á blaðamannafundi í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington fyrir helgi. Fréttablaðið/AP Níu japönsk fyrirtæki sem framleiða bílaparta og tveir forstjórar þeirra hafa játað þáttöku í ólöglegu samráði á Bandaríkjamarkaði og borga 740 milljónir dollara í sekt. Upphæðin nemur tæpum 90 milljörðum íslenskra króna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Alríkislögreglan bandaríska (FBI) upplýstu um þetta á blaðamannafundi fyrir helgi. Upplýsingarnar varða nýjustu vendingar í stærsta samráðssvikamáli sem bandarísk lögreglu- og samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Fyrirtækin sem um ræðir höfðu samráð um verð á 30 pörtum sem seldir hafa verið til margra af helstu bílaframleiðendunum sem starfa í Bandaríkjunum. Til þessa hafa 20 fyrirtæki og 21 stjórnandi verið sóttur til saka og fyrirtæki fallist á að greiða 1,6 milljarð dala í sektir (194 milljarðar króna). 17 af stjórnendunum sem ákærðir hafa verið hafa verið dæmdir í fangelsi í Bandaríkjunum, eða fallis á fangelsisvist sem hluta af dómssátt. „Afleiðingar samráðsins eru að Bandaríkjamenn hafa greitt meira fyrir bíla sína,“ sagði Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna á kynningarfundi um málið. Meðal fórnarlamba svikanna væru bandarísk fyrirtæki á borð við Chrysler, Ford, og General Motors, auk bandarískra dótturfélaga Honda, Mazda, Mitsubishi, Nissan, Subaru og Toyota. Bandarísk yfirvöld ætla að „kíkja undir sérhverja vélarhlíf og sparka í öll dekk“ í viðleytni til að koma í veg fyrir verðsamráðið, sagði Holder. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem stóðu að samráðinu notuðust við dulnefni og hittust á afskekktum stöðum í Bandaríkjunum og Japan til að sammælast um tilboð, breyta verðum og ákvarða framboð af bílapörtum. Fyrirtækin níu sem ákærð voru fyrir helgi eru Hitachi Automotive Systems, Mitsubishi Electric og Mitsubishi Heavy Industries, Mitsuba, Jtekt, NSK, T.RAD, Valeo Japan og Yamashita Rubber. Á sérstökum fundi FBI á fimmtudagskvöld kom fram að samráðið hafi sumt hvert staðið í meira en áratug og snert bílvörur að virði fimm milljarða dollara (yfir 600 milljarða króna) og meira en 25 milljónir bíla sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum og víðar. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Níu japönsk fyrirtæki sem framleiða bílaparta og tveir forstjórar þeirra hafa játað þáttöku í ólöglegu samráði á Bandaríkjamarkaði og borga 740 milljónir dollara í sekt. Upphæðin nemur tæpum 90 milljörðum íslenskra króna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Alríkislögreglan bandaríska (FBI) upplýstu um þetta á blaðamannafundi fyrir helgi. Upplýsingarnar varða nýjustu vendingar í stærsta samráðssvikamáli sem bandarísk lögreglu- og samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Fyrirtækin sem um ræðir höfðu samráð um verð á 30 pörtum sem seldir hafa verið til margra af helstu bílaframleiðendunum sem starfa í Bandaríkjunum. Til þessa hafa 20 fyrirtæki og 21 stjórnandi verið sóttur til saka og fyrirtæki fallist á að greiða 1,6 milljarð dala í sektir (194 milljarðar króna). 17 af stjórnendunum sem ákærðir hafa verið hafa verið dæmdir í fangelsi í Bandaríkjunum, eða fallis á fangelsisvist sem hluta af dómssátt. „Afleiðingar samráðsins eru að Bandaríkjamenn hafa greitt meira fyrir bíla sína,“ sagði Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna á kynningarfundi um málið. Meðal fórnarlamba svikanna væru bandarísk fyrirtæki á borð við Chrysler, Ford, og General Motors, auk bandarískra dótturfélaga Honda, Mazda, Mitsubishi, Nissan, Subaru og Toyota. Bandarísk yfirvöld ætla að „kíkja undir sérhverja vélarhlíf og sparka í öll dekk“ í viðleytni til að koma í veg fyrir verðsamráðið, sagði Holder. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem stóðu að samráðinu notuðust við dulnefni og hittust á afskekktum stöðum í Bandaríkjunum og Japan til að sammælast um tilboð, breyta verðum og ákvarða framboð af bílapörtum. Fyrirtækin níu sem ákærð voru fyrir helgi eru Hitachi Automotive Systems, Mitsubishi Electric og Mitsubishi Heavy Industries, Mitsuba, Jtekt, NSK, T.RAD, Valeo Japan og Yamashita Rubber. Á sérstökum fundi FBI á fimmtudagskvöld kom fram að samráðið hafi sumt hvert staðið í meira en áratug og snert bílvörur að virði fimm milljarða dollara (yfir 600 milljarða króna) og meira en 25 milljónir bíla sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum og víðar.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira