Hátækniinngrip frá öðru landi Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. september 2013 07:00 Jean-Pascal Labille, atvinnuvega- og þróunarsamvinnuráðherra Belgíu og Didier Bellens, forstjóri Belgacom, helsta símafélags Belgíu, fjölluðu um innbrot í tölvukerfi símafyrirtækisins á blaðamannafundi í gær. Nordicphotos/AFP Belgacom, stærsta símafyrirtæki Belgíu, upplýsti í byrjun vikunnar um að brotist hafi verið inn í tölvukerfi þess, að því er virtist í þeim tilgangi að njósna. Í tilkynningu Elio di Rupo, forsætisráðherra Belgíu, kemru fram að tilgangur innbrotsins virtist vera „markviss söfnun upplýsinga“ með tækni sem benti til „aðkomu annars lands“ að njósnunum. Sérfræðingar Belgacom eru sagðir hafa uppgötvað rafræn fótspor í upplýsingatæknikerfum félagsins en hafi „tryggt öryggi kerfisins á ný“ núna um helgina. Njósnirnar hafi verið kærðar til ríkissaksóknara. Hvorki ríkisstjórnin né Belgacom hafa nefnt hver kynni að vera á bak við árásina.Í belgíska blaðinu De Standaard er því haldið fram að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hafi brotist inn í tölvukerfi Belgacom.Nordicphotos/AFPNjósnirnar uppgötvuðust hins vegar örfáum vikum eftir uppljóstranir Edwards Snowden um að bandarískar eftirlitsstofnanir hleruðu stofnanir Evrópusambandsins með aðsetur í Brussel. Evrópuráðið hefur sagst hafa farið fram á skýringar frá Bandaríkjunum. Belgacom segir viðskiptavini ekki hafa orðið fyrir óþægindum eða tjóni. „Vírusinn sem safnaði upplýsingum fannst bara í innra tölvukerfi Belgacom, ekki í fjarskiptanetinu,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins. Harðorð yfirlýsing stjórnvalda þykir hins vegar benda til þess inngripið hafi verið alvarlegt bæði að umfangi og eðli. „Ef kenningin fæst staðfest og málið snýst í raun um rafrænar njósnir, þá fordæmir ríkisstjórnin inngripið harðlega, sem og að brotið sé með þeim hætti á trúverðugleika fyrirtækis í almannaeigu,“ segir í yfirlýsingunni. „Sé raunin sú þá tekur ríkisstjórnin í framhaldinu viðeigandi skref,“ segir þar jafnframt, án frekari útlistunar. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Belgacom, stærsta símafyrirtæki Belgíu, upplýsti í byrjun vikunnar um að brotist hafi verið inn í tölvukerfi þess, að því er virtist í þeim tilgangi að njósna. Í tilkynningu Elio di Rupo, forsætisráðherra Belgíu, kemru fram að tilgangur innbrotsins virtist vera „markviss söfnun upplýsinga“ með tækni sem benti til „aðkomu annars lands“ að njósnunum. Sérfræðingar Belgacom eru sagðir hafa uppgötvað rafræn fótspor í upplýsingatæknikerfum félagsins en hafi „tryggt öryggi kerfisins á ný“ núna um helgina. Njósnirnar hafi verið kærðar til ríkissaksóknara. Hvorki ríkisstjórnin né Belgacom hafa nefnt hver kynni að vera á bak við árásina.Í belgíska blaðinu De Standaard er því haldið fram að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hafi brotist inn í tölvukerfi Belgacom.Nordicphotos/AFPNjósnirnar uppgötvuðust hins vegar örfáum vikum eftir uppljóstranir Edwards Snowden um að bandarískar eftirlitsstofnanir hleruðu stofnanir Evrópusambandsins með aðsetur í Brussel. Evrópuráðið hefur sagst hafa farið fram á skýringar frá Bandaríkjunum. Belgacom segir viðskiptavini ekki hafa orðið fyrir óþægindum eða tjóni. „Vírusinn sem safnaði upplýsingum fannst bara í innra tölvukerfi Belgacom, ekki í fjarskiptanetinu,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins. Harðorð yfirlýsing stjórnvalda þykir hins vegar benda til þess inngripið hafi verið alvarlegt bæði að umfangi og eðli. „Ef kenningin fæst staðfest og málið snýst í raun um rafrænar njósnir, þá fordæmir ríkisstjórnin inngripið harðlega, sem og að brotið sé með þeim hætti á trúverðugleika fyrirtækis í almannaeigu,“ segir í yfirlýsingunni. „Sé raunin sú þá tekur ríkisstjórnin í framhaldinu viðeigandi skref,“ segir þar jafnframt, án frekari útlistunar.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent