Hlutabréf Apple falla áfram í verði Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. september 2013 07:00 Starfsmaður Apple-verslunar í Tókýó í Japan spjallar við mann sem komið hefur sér fyrir og bíður þess að sala hefjist á iPhone 5s 20. þessa mánaðar. Nordicphotos/AFP Verð hlutabréfa Apple féll um tæp sex prósent í viðskiptum í Nasdaq-kauphöllinni í New York fyrri part dags í gær. Daginn áður hafði gengi bréfanna fallið um tvö prósent. Verðfall hlutabréfa Apple er talið endurspegla vonbrigði með nýjar útgáfur iPhone-snjallsímans, sem kynntar voru með viðhöfn síðdegis á þriðjudag. Í gær var síminn svo kynntur í Kína, þar sem Apple gerir sér vonir um aukna markaðshlutdeild, með því að upptaka var spiluð frá kynningunni deginum áður í Bandaríkjunum og gestum gefinn kostur á að skoða nýju tækin. Sala á nýju símunum hefst 20. þessa mánaðar í Asíulöndum en verð þeirra þykir nokkuð hátt. iPhone 5s er flaggskipið og búinn allra nýjustu tækni og fæst í gylltum lit og silfruðum. 5c síminn er svo ódýrari í litaðri plastumgjörð. Ódýrari síminn er umtalsvert dýrari en margir greinendur á farsímamarkaði höfðu spáð. Búist var við að Apple myndi kynna til sögunnar snjallsíma sem keppt gæti við aðra slíka í flokki miðlungsdýrra síma og með því unnið til baka markaðshlutdeild og aukið hlut sinn á markaði farsíma í Kína. Um leið og Apple kynnti til sögunnar ný símtæki var hulunni svipt af nýju stýrikerfi fyrir snjallsíma fyrirtækisins, iOS 7. Stýrikerfið þykir litríkara og þægilegra í allri umgengni, auk þess sem bætt hefur verið við margvíslegri virkni í símana, svo sem fingrafaralæsingu. Nýju símarnir eru báðir með iOS 7-stýrikerfi en hægt verður að uppfæra með því eldri síma. Í umfjöllun Valuewalk.com í gær er fjallað um sviptingar á farsímamarkaði, en stutt er síðan Nokia seldi fartækjahluta fyrirtækisins til Microsoft. „iPhone 5c hefur að bjóða litagleði og sprækleika Nokia Lumia-vörulínunnar. iPhone 5s er með uppfærslur á myndavél og stýrikerfi sem þegar eru komnar fram á Android-símum,“ segir þar. Með nýju stýrikerfi og símum er Apple sagt búið að ná öðrum farsímaframleiðendum hvað tækni varðar en skortur á einhverju meiru er talinn hafa valdið fjárfestum vonbrigðum. Útspilið sé ekki til þess fallið að auka hlut fyrirtækisins, hvorki á nýmörkuðum né öðrum. Grín gert að Apple eftir símakynninguFrá símakynningu Nýir iPhone-snjallsímar Apple myndaðir í bak og fyrir á kynningu fyrir blaðamenn í Peking í Kína í gær.Nordicphotos/AFPPlatfréttavefurinn The Onion gerir gys að Apple á vef sínum. Slegið er upp sem frétt að Apple hafi blásið til kynningar sem fyrr, en að þessu sinni svipt hulunni af „óttaslegnum og hugmyndasnauðum manni“. Fréttin var sett á vefinn í kjölfar kynningar Apple á nýjum útgáfum snjallsímans iPhone 5 sem fara eiga í sölu í næstu viku. Með fréttinni birti The Onion mynd af Tim Cook, forstjóra Apple. „Á fjölmiðlaviðburði sem beðið hafði verið eftir svipti tæknirisinn Apple, í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Sílikondal, formlega hulunni af óttaslegnum manni algjörlega lausum við hugmyndir og kynnti fyrir almenningi,“ segir í grínfrétt The Onion. „Hvítur og horaður maðurinn, sem bar merki uppgerðaræsings, brotna rödd og að því er virðist algjöran skort á hugljómun, var settur fram til sýnis fyrir þúsundir hluthafa, sérfræðinga tæknigeirans, blaðamenn og aðdáendur, í viðburði sem sem Apple vonast til að nái að snúa við gengi félagsins.“Með grínfrétt The Onion var birt mynd af Timothy Cook, forstjóra Apple. Hann tók við af Steve Jobs árið 2011.Skjáskot/The Onion Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skapa íslenska sundstemningu í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Sjá meira
Verð hlutabréfa Apple féll um tæp sex prósent í viðskiptum í Nasdaq-kauphöllinni í New York fyrri part dags í gær. Daginn áður hafði gengi bréfanna fallið um tvö prósent. Verðfall hlutabréfa Apple er talið endurspegla vonbrigði með nýjar útgáfur iPhone-snjallsímans, sem kynntar voru með viðhöfn síðdegis á þriðjudag. Í gær var síminn svo kynntur í Kína, þar sem Apple gerir sér vonir um aukna markaðshlutdeild, með því að upptaka var spiluð frá kynningunni deginum áður í Bandaríkjunum og gestum gefinn kostur á að skoða nýju tækin. Sala á nýju símunum hefst 20. þessa mánaðar í Asíulöndum en verð þeirra þykir nokkuð hátt. iPhone 5s er flaggskipið og búinn allra nýjustu tækni og fæst í gylltum lit og silfruðum. 5c síminn er svo ódýrari í litaðri plastumgjörð. Ódýrari síminn er umtalsvert dýrari en margir greinendur á farsímamarkaði höfðu spáð. Búist var við að Apple myndi kynna til sögunnar snjallsíma sem keppt gæti við aðra slíka í flokki miðlungsdýrra síma og með því unnið til baka markaðshlutdeild og aukið hlut sinn á markaði farsíma í Kína. Um leið og Apple kynnti til sögunnar ný símtæki var hulunni svipt af nýju stýrikerfi fyrir snjallsíma fyrirtækisins, iOS 7. Stýrikerfið þykir litríkara og þægilegra í allri umgengni, auk þess sem bætt hefur verið við margvíslegri virkni í símana, svo sem fingrafaralæsingu. Nýju símarnir eru báðir með iOS 7-stýrikerfi en hægt verður að uppfæra með því eldri síma. Í umfjöllun Valuewalk.com í gær er fjallað um sviptingar á farsímamarkaði, en stutt er síðan Nokia seldi fartækjahluta fyrirtækisins til Microsoft. „iPhone 5c hefur að bjóða litagleði og sprækleika Nokia Lumia-vörulínunnar. iPhone 5s er með uppfærslur á myndavél og stýrikerfi sem þegar eru komnar fram á Android-símum,“ segir þar. Með nýju stýrikerfi og símum er Apple sagt búið að ná öðrum farsímaframleiðendum hvað tækni varðar en skortur á einhverju meiru er talinn hafa valdið fjárfestum vonbrigðum. Útspilið sé ekki til þess fallið að auka hlut fyrirtækisins, hvorki á nýmörkuðum né öðrum. Grín gert að Apple eftir símakynninguFrá símakynningu Nýir iPhone-snjallsímar Apple myndaðir í bak og fyrir á kynningu fyrir blaðamenn í Peking í Kína í gær.Nordicphotos/AFPPlatfréttavefurinn The Onion gerir gys að Apple á vef sínum. Slegið er upp sem frétt að Apple hafi blásið til kynningar sem fyrr, en að þessu sinni svipt hulunni af „óttaslegnum og hugmyndasnauðum manni“. Fréttin var sett á vefinn í kjölfar kynningar Apple á nýjum útgáfum snjallsímans iPhone 5 sem fara eiga í sölu í næstu viku. Með fréttinni birti The Onion mynd af Tim Cook, forstjóra Apple. „Á fjölmiðlaviðburði sem beðið hafði verið eftir svipti tæknirisinn Apple, í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Sílikondal, formlega hulunni af óttaslegnum manni algjörlega lausum við hugmyndir og kynnti fyrir almenningi,“ segir í grínfrétt The Onion. „Hvítur og horaður maðurinn, sem bar merki uppgerðaræsings, brotna rödd og að því er virðist algjöran skort á hugljómun, var settur fram til sýnis fyrir þúsundir hluthafa, sérfræðinga tæknigeirans, blaðamenn og aðdáendur, í viðburði sem sem Apple vonast til að nái að snúa við gengi félagsins.“Með grínfrétt The Onion var birt mynd af Timothy Cook, forstjóra Apple. Hann tók við af Steve Jobs árið 2011.Skjáskot/The Onion
Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skapa íslenska sundstemningu í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Sjá meira