Hvað finnst þér um byssur? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2013 08:00 Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. Vandamálið er hins vegar það að jafnvel þeir sem eiga þúsundir „vina“ á Facebook eiga líklega ekki vini í öllum bæjum og borgum heimsins. „Ætlarðu að gista hjá einhverjum gæja sem þú veist ekkert um? Hvað ef hann reynist vera raðmorðingi?“ spurði vinnufélagi minn vorið 2008 þegar hann heyrði af fyrirhuguðu tveggja mánaða ferðalagi um Bandaríkin. Ég hafði útskýrt hvernig ég gæti ferðast um landið í sextíu daga án þess að þurfa að verja þúsundum dala í gistikostnað. „Couchsurfing“, þegar fólk bíður ókunnugum að gista á heimili sínu ókeypis, gerði bíltúrinn um Bandaríkin að einhverjum eftirminnilegustu dögum ævi minnar. Þegar allir dagar eru laugardagar er reyndar ekki erfitt að skemmta sér. Maður er hins vegar manns gaman, sem kom berlega í ljós á rúntinum. Slökkviliðsstjórinn í Grand Canyon, launsonur Ernests Hemingway í Phoenix, gengilbeinan í New Orleans, indverski tónlistarmaðurinn í Knoxville og hasshausarnir í Sioux Falls. Allir tóku mér opnum örmum. Sumir bentu á hvar besta bjórinn í bænum væri að finna og aðrir sýndu mér hvernig ætti að drekka hann. Til að byrja með áttaði ég mig ekki á því hvað fólk fengi út úr því að hýsa ókunnuga. Þar til ég prófaði það sjálfur. Að fá erlenda gesti fær mann til að yfirgefa öryggi sitt í hinni daglegu skel. Frakki sem talaði ekki stakt orð í ensku, þýskir vinir sem rifust um betri sófann og pólska stelpan sem misskildi alla mína brandara. Allar heimsóknirnar eru eftirminnilegar og lífguðu upp á hið daglega amstur. Margir gætu eflaust ekki hugsað sér að prófa þetta en mögulega sjá aðrir hið fallega í þessu. Einhverjum hefði eflaust brugðið þegar hermaðurinn fyrrverandi í Memphis vildi fara með mér á rúntinn um miðja nótt eftir mikla drykkju og taldi best að taka með sér skotvopn (í fleirtölu) öryggisins vegna… Mér líka. En sagan er góð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Tumi Daðason Tengdar fréttir Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00 Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun
Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. Vandamálið er hins vegar það að jafnvel þeir sem eiga þúsundir „vina“ á Facebook eiga líklega ekki vini í öllum bæjum og borgum heimsins. „Ætlarðu að gista hjá einhverjum gæja sem þú veist ekkert um? Hvað ef hann reynist vera raðmorðingi?“ spurði vinnufélagi minn vorið 2008 þegar hann heyrði af fyrirhuguðu tveggja mánaða ferðalagi um Bandaríkin. Ég hafði útskýrt hvernig ég gæti ferðast um landið í sextíu daga án þess að þurfa að verja þúsundum dala í gistikostnað. „Couchsurfing“, þegar fólk bíður ókunnugum að gista á heimili sínu ókeypis, gerði bíltúrinn um Bandaríkin að einhverjum eftirminnilegustu dögum ævi minnar. Þegar allir dagar eru laugardagar er reyndar ekki erfitt að skemmta sér. Maður er hins vegar manns gaman, sem kom berlega í ljós á rúntinum. Slökkviliðsstjórinn í Grand Canyon, launsonur Ernests Hemingway í Phoenix, gengilbeinan í New Orleans, indverski tónlistarmaðurinn í Knoxville og hasshausarnir í Sioux Falls. Allir tóku mér opnum örmum. Sumir bentu á hvar besta bjórinn í bænum væri að finna og aðrir sýndu mér hvernig ætti að drekka hann. Til að byrja með áttaði ég mig ekki á því hvað fólk fengi út úr því að hýsa ókunnuga. Þar til ég prófaði það sjálfur. Að fá erlenda gesti fær mann til að yfirgefa öryggi sitt í hinni daglegu skel. Frakki sem talaði ekki stakt orð í ensku, þýskir vinir sem rifust um betri sófann og pólska stelpan sem misskildi alla mína brandara. Allar heimsóknirnar eru eftirminnilegar og lífguðu upp á hið daglega amstur. Margir gætu eflaust ekki hugsað sér að prófa þetta en mögulega sjá aðrir hið fallega í þessu. Einhverjum hefði eflaust brugðið þegar hermaðurinn fyrrverandi í Memphis vildi fara með mér á rúntinn um miðja nótt eftir mikla drykkju og taldi best að taka með sér skotvopn (í fleirtölu) öryggisins vegna… Mér líka. En sagan er góð.
Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun