Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Elfsborg, hefur lítið fengið að spreyta sig með liðinu að undanförnu. Til greina kemur að hann verði lánaður til liðs í sænsku B-deildinni.
Skúli Jón sagði í samtali við Fréttablaðið að enn væri óljóst hvort yrði af þessu en að hann myndi funda með viðkomandi félagi innan skamms.
Elfsborg er sem stendur í fimmta sæti í sænsku úrvalsdeildinni en liðið er ríkjandi meistari í Svíþjóð. Liðið keppti gegn lettneska liðinu Daugava í gær, 4-0, á útivelli. Samanlagt vann Elfsborg stórsigur, 11-1.
Skúli Jón fór ekki með til Lettlands en hann hefur ekkert komið við sögu í sænsku deildinni í ár. Í fyrra spilaði hann alls fimm leiki, þar af einn í byrjunarliði.
Stefnir í B-deildarbolta hjá Skúla Jóni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti
